fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Eyjan

„Nei, íslenskt samfélag er ekkert annars eðlis Brynjar“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 28. janúar 2019 14:05

Samsett mynd DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson, þingmaður sjálfstæðisflokksins, sagði í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni um helgina, að siðareglur ættu ekki við um um tilfelli þjóðkjörinna fulltrúa og siðanefnd Alþingis væri því óþörf. Með slíkri nefnd væri opnað svokallað Pandórubox, sem byði upp á endalausar kærur, þó fyrir liggi að engin viðurlög séu við þeim brotum sem siðanefnd tekur til.

Brynjar nefndi að slíkar siðareglur væru að erlendri fyrirmynd og taldi að slíkt fyrirkomulag gengi ekki hérlendis, þar sem íslenskt samfélag væri annars eðlis.

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, tekur málið upp í dag og telur að með orðum sínum segi Brynjar að þingmenn á Íslandi geti aldrei haldið sig innan marka siðareglna, né axlað ábyrgð:

„Segir þetta ekki allt sem segja þarf? Eina mögulega skýringin á þessari skoðun er að Brynjar telur að íslenska þingmenn geti aldrei haldið sig innan marka siðareglna eða axlað ábyrgð þegar þær eru brotnar. Aðrir þingmenn erlendis geta það en ekki við. Erum við öðruvísi mannverur? Nei? Önnur menning? Hlýtur að vera. Af hverju ættum við að vilja menningu þar sem þingmenn geta ekki haldið siðareglur? Mér dettur ekki nein ástæða í hug.“

segir Björn og spyr hvað þurfi þá að gera til að halda þingmönnum á mottunni:

„Augljósa svarið er að fá þingmenn sem geta fylgt siðareglum. Það kaldhæðnislega við það er að það á að vera auðvelt að fylgja siðareglum. Það á að vera sjálfgefin hegðun. Siðareglur eru í raun ekki mikið flóknari en „ekki vera fáviti“, sbr. reglan á Eistnaflugi. Nei, íslenskt samfélag er ekkert annars eðlis Brynjar. Það er einhver málsháttur sem segir að margur heldur ýmislegt um aðra en er í raun að lýsa sjálfum sér. Ætli það sé ekki einfaldasta skýringin á þessu?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn