fbpx
Mánudagur 19.janúar 2026
Eyjan

Utanflokksþingmönnum ekki úthlutað ræðutíma

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 21. janúar 2019 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, sem reknir voru úr Flokki fólksins vegna Klaustursmálsins, eru nú utan þingflokka. Báðir mótmæltu þeir í dag, að hafa ekki fengið úthlutað ræðutíma, en þingið hófst nýju í dag eftir jólafrí. Allir forystumenn þingflokka fá úthlutað ræðutíma til að taka þátt í almennum stjórnmálaumræðum, en svo var ekki hjá Karli og Ólafi, nema í andsvörum. Kjarninn greinir frá.

Í ræðum sínum um fundarstjórn forseta, nefndi Karl Gauti að þetta væri „óboðlegt“ og að hann og Ólafur hefðu nefnt við Steingrím J. Sigfússon, forseta Alþingis, í byrjun desember, að þeir ætluðu sér báðir að starfa utan flokka og óskuðu eftir að tillit væri tekið til þess og samstarfs þeirra.

Ólafur sagði að vinnubrögð forseta vektu furðu, þau hefðu valdið honum vonbrigðum, þar sem hann hefði staðið í þeirri trú að hann yrði meðal ræðumanna:

„Af hálfu skrif­­stofu Alþing­is var okk­ur boðið að halda fimm mín­útna ræðu en svo bregður við skömmu áður en umræður hefj­ast og að full­­trúi okk­ar yrði ekki á mæl­enda­­skrá.“

Steingrímur svaraði því til að engar óskir um þátttöku frá þeim kumpánum hefðu borist inn á sitt borð fyrir umræður dagsins og ekki hefði því verið hægt að hverfa frá samkomulagi  sem fyrir lægi um fundinn, en tók fram að réttur þeirra sem utanflokksþingmenn, yrði virtur, líkt og kæmi fram í þingsköpum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Magnús Árni Skjöld Magnússon: Rangt að segja engar undanþágur í boði – öll aðildarríki hafa fengið varanlegar sérlausnir um sína grundvallarhagsmuni

Magnús Árni Skjöld Magnússon: Rangt að segja engar undanþágur í boði – öll aðildarríki hafa fengið varanlegar sérlausnir um sína grundvallarhagsmuni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Stjórnarandstaðan skrópar á nefndarfundum – Miðflokkurinn fremstur meðal jafningja

Orðið á götunni: Stjórnarandstaðan skrópar á nefndarfundum – Miðflokkurinn fremstur meðal jafningja
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Spurt um skilning jafnaðarmanna 2026

Þorsteinn Pálsson skrifar: Spurt um skilning jafnaðarmanna 2026
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur Egilsson: Ásthildar Lóu málið var verra fyrir Sjálfstæðismenn en málþófið – sátu eftir í fjóshaugnum

Vilhjálmur Egilsson: Ásthildar Lóu málið var verra fyrir Sjálfstæðismenn en málþófið – sátu eftir í fjóshaugnum