fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Eyjan

Tímamót í starfi frístundaheimila

Trausti Salvar Kristjánsson
Þriðjudaginn 3. apríl 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Markmið og viðmið um gæði starfs á frístundaheimilum fyrir 6-9 ára börn hafa nú í fyrsta sinn verið gefin út á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Þetta er gert í samræmi við ákvæði í lögum um grunnskóla sem samþykkt voru á Alþingi í júní 2016.

Starfsemi frístundaheimila hefur þróast á ýmsan veg frá árinu 1995 þegar heimildarákvæði var sett grunnskólalög. Í kjölfar lagasetningar 2016 stofnaði ráðuneytið starfshóp, sem hafði það hlutverk að vinna viðmið um gæði frístundastarfs, þ.m.t. um hlutverk og markmið, skipulag og starfsaðstæður, starfshætti, margbreytileika, stjórnun og menntun starfsfólks.

Leiðarljós frístundaheimila fyrir 6–9 ára börn er að bjóða þeim upp á þátttöku í fjölbreyttu frístunda- og tómstundastarfi með það að markmiði að efla sjálfstraust og félagsfærni þeirra. Einnig er lögð áhersla á að umhverfi starfsins einkennist af öryggi, fagmennsku og virðingu þar sem jákvæð samskipti og lýðræðislegir starfshættir eru í hávegum hafðir í samræmi við Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

,,Mikilvægur áfangi er í höfn sem snýr að því að samræma kröfur til starfsemi frístundaheimila og stuðla að þróunarstarfi um land allt í útfærslu og aukinni samþættingu skóla- og frístundastarfs fyrir yngri nemendur í grunnskólum,“

segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.

Opið samráð var viðhaft við mótun tillagnanna á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Þetta var gert til að til að tryggja sem mestan samhljóm meðal allra þeirra sem koma að vinnu frístundaheimila. Í innsendum ábendingum komu alls staðar fram jákvæð viðhorf við gerð markmiða og viðmiða, umsagnaraðilar fögnuðu verkefninu og töldu það vera mikilvægt skref til að efla faglegt starf frístundaheimila og auka þróunarstarf í heimabyggð. Fyrirhuguð er kynning á viðmiðunum og innleiðing.

Skýrslu starfshópsins með viðmiðunum má lesa hér á vef ráðuneytisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Árvakur vill kaupa fjölmiðla Sýnar

Orðið á götunni: Árvakur vill kaupa fjölmiðla Sýnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Þegar Hailey Bieber seldi mér sjálfa mig

Nína Richter skrifar: Þegar Hailey Bieber seldi mér sjálfa mig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Benedikt Gíslason: Arion banki er minnsti kerfislega mikilvægi bankinn á Norðurlöndum – mikil tækifæri í sameiningu við Kviku

Benedikt Gíslason: Arion banki er minnsti kerfislega mikilvægi bankinn á Norðurlöndum – mikil tækifæri í sameiningu við Kviku
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm