fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Eyjan

Hagar afturkalla samrunatilkynningu við Olís og DGV

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 8. mars 2018 16:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkeppniseftirlitið hefur undanfarið haft til ítarlegrar rannsóknar fyrirhuguð kaup Haga hf. á Olíuverzlun Íslands hf. (Olís) og fyrirtækinu DGV ehf., á grundvelli samrunatilkynningar sem send var eftirlitinu í lok september 2017. Var rannsóknin á lokastigi og ákvörðunar að vænta í dag.

Hagar hafa nú afturkallað samrunatilkynningu sína. Felur afturköllunin í sér að umræddu máli er lokið án ákvörðunar og að samruni Haga og Olís getur ekki að óbreyttu komið til framkvæmda. Hagar hafa hins vegar upplýst Samkeppniseftirlitið um að þeir hyggist tilkynna aftur um samrunann en með breyttum hætti. Í hinu nýja máli hafa Hagar boðað að lagðar verði fram frekari tillögur um skilyrði og aðgerðir, sem ætlað er að eyða þeim samkeppnishindrunum sem Samkeppniseftirlitið hefur leitt líkum að við rannsókn hins fyrra máls.

Rannsókn Samkeppniseftirlitsins á samrunanum hefur verið umfangsmikil. Með frétt sem birt var á vefsíðu Samkeppniseftirlitsins 23. nóvember 2017 var gerð sérstök grein fyrir áherslum eftirlitsins við rannsókn málsins. Kom fram að við rannsóknina væru eftirfarandi atriði m.a. til skoðunar:

–           Staða samrunaaðila á dagvöru- og eldsneytismörkuðum, meðal annars m.t.t. áhrifa af innkomu Costco á þessa markaði og áhrif samrunanna á einstökum landfræðilegum mörkuðum.

–           Áhrif samrunanna á staðsetningar dagvöruverslana og eldsneytisstöðva til framtíðar.

–           Eignatengsl á dagvörumarkaði og eldsneytismarkaði, en stórir eigendur þessara fyrirtækja eiga oft í fleiri en einu fyrirtæki á sama markaði. Eignatengsl þessara fyrirtækja við birgja voru einnig til skoðunar.

–           Áhrif samrunanna á birgðahald og dreifingu á eldsneytismarkaði.

Samkeppniseftirlitið birti samrunaaðilum frummat sitt í andmælaskjali þann 19. janúar sl. Samkvæmt frummatinu taldi Samkeppniseftirlitið að framangreind athugunarefni hefðu leitt í ljós samkeppnishindranir sem bregðast yrði við, annað hvort með ógildingu samrunans eða skilyrðum sem eyddu umræddum hindrunum.

Þann 26. janúar 2018 lýstu Hagar yfir áhuga á sáttarviðræðum við Samkeppniseftirlitið til þess að eyða þeim samkeppnishindrunum sem stöfuðu af samrunanum samkvæmt frummati eftirlitsins. Tilkynnti félagið um þær viðræður með frétt í kauphöll þann 29. janúar sl.

Samhliða sáttarviðræðum réðist Samkeppniseftirlitið í viðbótarrannsókn, sem m.a. miðaði að því að leiða betur í ljós neytendahegðun á dagvörumarkaði, stöðu Haga á markaði, áhrif af innkomu Costco o.fl. Þá tók Samkeppniseftirlitið tillögur Haga að skilyrðum til nánari rannsóknar og aflaði gagna og sjónarmiða vegna þeirra. Jafnframt átti Samkeppniseftirlitið í samskiptum við helstu eigendur fyrirtækja á dagvöru- og eldsneytismarkaði.

Það var frummat Samkeppniseftirlitsins að framkomnar tillögur að skilyrðum, m.a. frá Högum, væru ekki fullnægjandi, einkum að því er varðar stöðu samrunaaðila á markaði og eignatengsl á dagvöru- og eldsneytismarkaði.

Með afturköllun samrunatilkynningarinnar kemur ekki til ákvörðunar í málinu í dag. Í framhaldi af nýrri tilkynningu sem Hagar hafa boðað mun Samkeppniseftirlitið taka afstöðu til frekari tillagna um skilyrði sem eytt geta mögulegum samkeppnishindrunum, ásamt því sem nánari afstaða verður tekin til málsins. Verður meðferð þess máls hraðað eftir því sem kostur er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir Valhöll til sölu

Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir Valhöll til sölu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nýjar ógnir og nýtt RÚV

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nýjar ógnir og nýtt RÚV
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennafrídagurinn breytti öllu

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennafrídagurinn breytti öllu