fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Eyjan

Píratar fordæma árásir Tyrkja

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 22. mars 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingflokkur Pírata hefur fordæmt árásir Tyrkja á kúrdíska borgara í Norður-Sýrlandi. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Yfirlýsinguna má lesa hér að neðan:

Þingflokkur Pírata fordæmir árásir Tyrkja á kúrdíska borgara í Norður-Sýrlandi sem fer fram með þöglu samþykki flestra NATO-þjóða og hvetur ríkisstjórn Íslands til að taka undir fordæminguna. Okkur ber ávallt skylda til að fordæma ódæðisverk en sér í lagi þegar um er að ræða varnarbandalagsþjóð okkar í NATO sem hefur hafið innrás inn í annað ríki án samþykkis öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna eða annarra alþjóðastofnana.

 Þingflokkur Pírata lýsir vonbrigðum sínum með svör utanríkisráðherra Íslands við óundirbúinni fyrirspurn Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur fyrr í dag. Ráðherra gat ekki svarað til um hvort hann teldi árásir Tyrkja vera ólögmætar og ganga gegn stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Né heldur var hann reiðubúinn til þess að fordæma árásir Tyrkja opinberlega. Það er vissulega góðra gjalda vert að koma á framfæri mótmælum við sendiherra Tyrkja í Noregi, en betur má ef duga skal og vilja þingmenn Pírata hvetja ráðherra og ríkisstjórnina alla til þess að taka sér afgerandi stöðu með friði og grundvallarlögum þjóðarréttar í þessu máli. Við hvetjum ríkisstjórnina eindregið til þess að beita sér á alþjóðavettvangi, t.d. innan NATO sem og á vettvangi Evrópuráðsins, gegn ólöglegum árásum Tyrkja.

 Sú staðreynd að bandalagsþjóð sem Ísland er í ýmsu alþjóðlegu samstarfi með á sviði bæði stjórnmála og viðskipta setur þær skyldur á herðar íslenskra stjórnvalda og stjórnmálaflokka að fordæma þessar aðgerðir með öllu. Tyrknesk stjórnvöld hafa þegið talsverða styrki frá löndum Evrópu til að bregðast við neyð sýrlenskra flóttamanna, en sú staðreynd að Tyrkir hafa beinlínis stuðlað að auknum fjölda flóttamanna með aðgerðum sínum setur þá styrki í nýtt samhengi. Haldi tyrkneska ríkisstjórnin áfram á þessari braut er ljóst að bandalagsríki hennar verða að endurskoða þessa styrki, sem og önnur alþjóðasamkomulög og beita þrýstingi þar til Tyrkland ákveður að hætta ólögmætum hernaðaraðgerðum með öllu.

 Þar er ábyrgð Íslands sú sama og annarra landa. Við getum hvorki falið okkur á bak við fjarlægð né smæð heldur verðum að andmæla og bregðast við mannréttindabrotum og ólöglegum árásarstríðum hjá bandalagsþjóðum, og nýta rödd okkar í þágu þeirra sem þjást.

Virðingarfyllst,

Þingflokkur Pírata

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nýjar ógnir og nýtt RÚV

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nýjar ógnir og nýtt RÚV
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Mogginn vill leiðrétta mannréttindabrot en bara „hóflega“

Svarthöfði skrifar: Mogginn vill leiðrétta mannréttindabrot en bara „hóflega“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Gæsalifur og hvítvín

Óttar Guðmundsson skrifar: Gæsalifur og hvítvín
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Glæsilegur dagur íslenskra kvenna – baráttunni fyrir frelsi og réttlæti lýkur aldrei

Svarthöfði skrifar: Glæsilegur dagur íslenskra kvenna – baráttunni fyrir frelsi og réttlæti lýkur aldrei
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Sægreifarnir læsa klónum í Sýn – væla svo út af fjölmiðlastyrknum

Orðið á götunni: Sægreifarnir læsa klónum í Sýn – væla svo út af fjölmiðlastyrknum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Thomas Möller skrifar: Mælum rétt

Thomas Möller skrifar: Mælum rétt