fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Eyjan

Risasamningur Icelandair Group og Microsoft

Trausti Salvar Kristjánsson
Miðvikudaginn 14. mars 2018 09:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elísabet Halldórsdóttir forstöðumaður upplýsingatæknisviðs hjá Icelandair, Bogi Nils Bogason framkvæmdastjóri fjármála hjá Icelandair, Heimir Fannar Gunnlaugsson framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi og Sævar Haukdal viðskiptastjóri Microsoft á Íslandi. Ljósmyndari: Birgir Ísleifur Gunnarsson.

Icelandair Group og Microsoft hafa gert með sér samning til þriggja ára. Markmið samningsins er einna helst að auka framleiðni starfsmanna Icelandair sem og að tryggja hagkvæmni og öryggi í rekstri upplýsingatæknikerfa hjá félaginu. Samningurinn nær til um 5.000 starfsmanna Icelandair Group og er talinn vera stærsti samningur sinnar tegundar hér á landi, að því er kemur fram í tilkynningu.

Bogi Nils Bogason, framkvæmdastjóri fjármála hjá Icelandair:

„Það er ánægjulegt fyrir Icelandair Group að gera samning við eitt stærsta tæknifyrirtæki í heimi. Samningurinn fellur vel að stefnu félagsins og við hjá Icelandair Group erum sannfærð um að Microsoft 365 hugbúnaðurinn sé mjög vel til þess fallinn að tryggja aukið öryggi og hagkvæmni í okkar rekstri. Það er einnig mikill kostur að Microsoft 365 býður starfsfólki upp á árangursríkt vinnuumhverfi þar sem fyllsta öryggis er gætt.“

Heimir Fannar Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi:


„Við erum mjög ánægð með það traust sem Icelandair Group sýnir Microsoft með þessu samstarfi. Icelandair Group er eitt stærsta fyrirtæki á Íslandi og þurfa fyrirtæki af þessari stærðargráðu að huga sérstaklega að persónuverndar- og öryggismálum og nota til þess besta og öruggasta hugbúnað sem völ er á. Í hinum síbreytilega stafræna heimi þurfa fyrirtæki, stór sem smá, ávallt að vera í stakk búin að mæta auknum kröfum og nýjum áherslum. Samningurinn mun auðvelda Icelandair Group að takast á við þessar áskoranir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Gæsalifur og hvítvín

Óttar Guðmundsson skrifar: Gæsalifur og hvítvín
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Glæsilegur dagur íslenskra kvenna – baráttunni fyrir frelsi og réttlæti lýkur aldrei

Svarthöfði skrifar: Glæsilegur dagur íslenskra kvenna – baráttunni fyrir frelsi og réttlæti lýkur aldrei