fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Eyjan

Alþingismaðurinn síakandi og ferðir hans

Egill Helgason
Fimmtudaginn 8. febrúar 2018 19:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mál þingmannsins sem var úti að aka. Alþingi vill ekki gefa upp hver þetta er, það má ekki vera „persónugreinanlegt“, en fáum dylst um hvaða þingmann ræðir. Þarna er þingið auðvitað til fyrirmyndar um gegnsæi.

Honum hefur tekist að aka í vinnutengdum erindagjörðum fyrir 4,6 milljónir króna árið 2017. Þetta gera 385 þúsund krónur á mánuði. Glöggir menn hafa reiknað út að hann hafi ekið allt að 140 kílómetra á dag.

En akstur hans hlýtur að hafa verið miklu meiri, því varla er hann að láta vinnustaðinn (Alþingi) greiða kostnaðinn fyrir sig þegar hann fer um í einkaerindum.

Í þessu sambandi má líka geta þess að Alþingi sat í óvenju fáa daga á síðasta ári – ég man ekki alveg töluna. Jú, þingmenn þurfa náttúrlega að vera að störfum þegar þing situr ekki – en þetta gæti þó hafa fækkað ferðum viðkomandi þingmanns frá heimabæ sínum og í Alþingishúsið við Austurvöll.

En í raun hlýtur maður að hafa samúð með manninum ef hann hefur þurft að keyra út í búð eða snatta allskonar – eins og við þurfum öll að gera í lífinu – ofan á allan vinnuaksturinn. Það væru þá hrikalega margar stundir í bíl. Þetta virkar eins og árátta.

Varla er það svo að Alþingi borgi hverja sjoppuferð þingmanna, heldur einungis ferðir sem starfinu tengjast? Hér má sjá reglur um þingfararkostnað á vef Alþingis.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Gamalkunnur söngur bankanna ómar – þarf kannski bara að breyta leikreglunum?

Orðið á götunni: Gamalkunnur söngur bankanna ómar – þarf kannski bara að breyta leikreglunum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?