fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Eyjan

Karl Gauti og Ólafur Ísleifsson reknir úr Flokki fólksins


Ólafur og Karl Gauti reknir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aukafundi stjórnar Flokks fólksins er nýlokið og var niðurstaðan sú að þeir Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason þingmenn flokksins hafa verið reknir úr flokknum. Þeir hafa hvorugur orðið við tilmælum fundar flokksins í gær um að segja af sér þingmennsku og munu þá væntanlega sitja áfram á þingi sem óháðir þingmenn. Þingmannatala flokksins fer þá tímabundið úr fjórum mönnum niður í tvo.

„Í ljósi alvarlegs trúnaðarbrests sem upp er kominn í þingflokki Flokks fólksins ákvað stjórn flokksins á nýafstöðnum fundi sínum í dag, að vísa þingmönnum flokksins þeim Karli Gauta Hjaltasyni og Ólafi Ísleifssyni úr Flokki fólksins, sbr. samþykktir flokksins grein 2.6 en þar segir: „Sé félagsmaður staðinn að því, að vinna gegn meginmarkmiðum og hagsmunum Flokks fólksins, skal hann sviptur félagsaðild og skal það gert á stjórnarfundi með auknum meirihluta atkvæða og félagsmanni tilkynnt það formlega“. Stjórnin harmar þá rýrð sem þeir hafa kastað á Flokk fólksins, með óafsakanlegri þátttöku sinni á fundi með þingmönnum Miðflokksins á Klaustur-bar þann 20. nóv. sl.

F.h. stjórnar Inga Sæland formaður Flokks fólksins.“

 

Munu þeir Karl Gauti og Ólafur þó sitja áfram á þingi, sem óháðir þingmenn, nema þeir finni sér annan flokk. Hefur Miðflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn helst verið nefndir í þeim efnum.

Í samtali við DV sagðist Karl Gauti ekki kannast við það að hafa verið rekinn úr flokknum og virðist hann því mögulega ekki hafa vitað af ákvörðun flokksins. Fundur var um málið í gær hjá flokknum og þegar blaðamaður DV ræddi við hann eftir þann fund sagðist hann ekki búast við neinu öðru en að halda áfram störfum fyrir flokkinn, en eftir þann fund ályktaði stjórn flokksins að Ólafi og honum bæri að segja af sér sem þingmenn flokksins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiksoppar örlaganna

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiksoppar örlaganna
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir alvarlega ógn steðja að lýðræðinu – Nei, það er ekki Trump

Segir alvarlega ógn steðja að lýðræðinu – Nei, það er ekki Trump
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Að vera kristið samfélag

Björn Jón skrifar: Að vera kristið samfélag
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar og segir: Leiðarvísir fyrir þjáða

Steinunn Ólína skrifar og segir: Leiðarvísir fyrir þjáða