fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
Eyjan

Samtökin ´78 fengu viðurkenningu Barnaheilla

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 20. nóvember 2018 16:14

f.v. frú Eliza Reid, forsetafrú, Hrefna Þórarinsdóttir frá félagsmiðstöð Samtakanna 78, og Sigríður Birna Valsdóttir, fjölskyldufræðingur og ráðgjafi hjá Samtökunum ´78 og Harpa Rut Hilmarsdóttir formaður Barnaheilla.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samtökin ´78 hlutu í dag Viðurkenningu Barnaheilla – Save the Children á Íslandi árið 2018, fyrir fræðslu, félagsstarf og ráðgjöf um hinsegin málefni sem er sérstaklega sniðin að börnum og ungu fólki og fjölskyldum þeirra.

„Það er ómetanlegt fyrir börn og ungt fólk sem er að fóta sig í lífinu sem hinsegin einstaklingar að hafa aðgang að ráðgjöf, félagslegum stuðningi og fræðslu sem samtökin veita. Það auðveldar þeim að lifa til fulls í sátt við sig sjálf eins og þau eru,“

segir í tilkynningu.

Samtökin hafa verið stoð og stytta margra sem „komið hafa út úr skápnum“ og skipt sköpum í þeirra lífi sem hinsegin einstaklingar. Barnaheill veita árlega viðurkenningu fyrir sérstakt framlag í þágu barna og mannréttinda þeirra í tengslum við afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þann 20. nóvember. Viðurkenningin er afhent til að vekja athygli á Barnasáttmálanum og mikilvægi þess að íslenskt samfélag standi vörð um mannréttindi barna. Barnasáttmálinn er leiðarljós í öllu starfi Barnaheilla.

Afhending viðurkenningarinnar fór fram í veislusal veitingastaðarins Nauthóls. Harpa Rut Hilmarsdóttir, formaður Barnaheilla, flutti ávarp og tilkynnti um viðurkenningarhafann.

Sigríður Birna Valsdóttir, fjölskyldufræðingur og ráðgjafi hjá Samtökunum ´78, flutti þakkarræðu f.h. viðurkenningarhafa.

Frú Eliza Reid, forsetafrú, flutti ávarp. Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir fræðari í Hinsegin fræðslunni og fyrrum meðlimur í ungmennastarfi Samtakanna 78 flutti einnig ávarp.

Kór Öldutúnsskóla flutti tvö tónlistaratriði undir stjórn Brynhildar Auðbjargardóttur við undirleik Vignis Þórs Stefánssonar. Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla, stýrði athöfninni.

Barnaheill – Save the Children á Íslandi eru hluti af alþjóðasamtökunum Save the Children International. Alþjóðasamtökin vinna að réttindum og velferð barna í rúmlega 120 löndum og hafa Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi. Markmið samtakanna er að stuðla að heimi þar sem sérhvert barna fær uppfylltan rétt sinn til lífs og þroska, menntunar, verndar gegn ofbeldi og að hafa áhrif á mál sem þau varða. Samtökin stuðla einnig að bættri meðferð á börnum og vinna að því að ná fram varanlegum breytingum til batnaðar á högum þeirra. Erlendis styðja Barnaheill – Save the Children á Íslandi menntun barna og mannúðarstarf vegna hamfara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Við áramót

Óttar Guðmundsson skrifar: Við áramót
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún Karls Helgudóttir: Ótrúlegt hvað stórfelldar breytingar á Þjóðkirkjunni frá 2019 hafa farið lágt

Guðrún Karls Helgudóttir: Ótrúlegt hvað stórfelldar breytingar á Þjóðkirkjunni frá 2019 hafa farið lágt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún Karls Helgudóttir: Umbúðirnar breytast en innihaldið ekki

Guðrún Karls Helgudóttir: Umbúðirnar breytast en innihaldið ekki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verkstjórnin ber nafn með rentu

Orðið á götunni: Verkstjórnin ber nafn með rentu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Inntökureglur í Menntó

Óttar Guðmundsson skrifar: Inntökureglur í Menntó
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Gylfi Magnússon: Bandaríkjamenn eru sjálfir að borga tolla Trumps

Gylfi Magnússon: Bandaríkjamenn eru sjálfir að borga tolla Trumps
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Víðsýn og frjálslynd hugsun endurvakin

Þorsteinn Pálsson skrifar: Víðsýn og frjálslynd hugsun endurvakin
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Jóhann Páll Jóhannsson skrifar: Planið virkar – Lækkandi vextir og minnsta verðbólga frá 2020

Jóhann Páll Jóhannsson skrifar: Planið virkar – Lækkandi vextir og minnsta verðbólga frá 2020