fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
Eyjan

Ríkið hefur greitt kirkjunni 42 milljarða á 20 árum fyrir kirkjujarðir – „Ómögulegt“ að vita verðmætið

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 6. nóvember 2018 17:30

Bjarni Benediktsson og Björn Leví Gunnarsson. Samsett mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Embætti biskups Íslands og Kristnisjóður hafa fengið greidda 42 milljarða króna úr ríkissjóði á grundvelli kirkjujarðasamkomulagsins á síðustu 20 árum. Ekki er vitað nákvæmlega hvaða jarðir þetta eru og er ómögulegt að vita hvers virði jarðirnar eru. Stærstur hluti þessarar fjárhæðar hefur runnið til biskupsembættis þjóðkirkjunnar í formi launagreiðslna presta, alls 40 milljarðar króna. Rúmir tveir milljarðar hafa runnið í Kristnisjóð. Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra við fyrirspurn Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata.

Kirkjujarðasamkomulagið gengur út á að ríkið greiðir laun presta og starfsmanna Þjóðkirkjunnar auk hluta rekstrarkostnaðar í skiptum fyrir að eignist jarðir kirkjunnar og aðrar eignir sem þeim fylgja, að prestssetrum frátölum.

Um 40 milljarðar hafa runnið til Embættis biskups Íslands í formi launagreiðslna presta frá árinu 1998, á þessum tíma hafa rúmir tveir milljarðar runnið í Kristnisjóð. Ríkið hefur selt fjölda kirkjujarða og prestssetur bæði áður og eftir að samkomulagið var gert.

Í svarinu kemur fram að engin sjálfstæð rannsókn eða verðmat verið gerð af hálfu ríkisins til að meta verðmæti jarðanna sem greitt er fyrir með kirkjujarðasamkomulaginu. Er þó vísað í álitsgerð Kirkjueignarnefndar frá árinu 1984 þar raktar eru eignir kirkjunnar allt frá því fyrir siðaskipti. „Ekki var farið í sjálfstæða rannsókn eða verðmat á öllum þeim eignum sem til álita komu enda hefði þurft að rannsaka sögu hverrar landspildu eða jarðar fyrir sig, í sumum tilvikum jafnvel margar aldir aftur í tímann. Þegar forsagan lægi fyrir hefði síðan þurft að taka ákvörðun um lögfræðilega stöðu viðkomandi eignar og komast svo að sameiginlegri niðurstöðu fulltrúa ríkis og þjóðkirkjunnar hvorum megin einstakar eignir áttu að lenda og hvert væri áætlað verðmæti þeirra. Forræði þessara eigna var á hendi fleiri ráðuneyta svo sem landbúnaðar-, menntamála- og dóms- og kirkjumálaráðuneyta. Ómögulegt er því að segja til um verðmæti allra þeirra landspildna, fasteigna og jarða sem tilheyra ríkissjóði samkvæmt samkomulaginu. Þetta á bæði við um verðmæti þessara eigna á þeim tíma og virði þeirra nú,“ segir í svari ráðherra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Biðskylda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Biðskylda
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Reiði skólameistarinn

Reiði skólameistarinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Fylgi Miðflokks eykst enn – Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar

Fylgi Miðflokks eykst enn – Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Miðflokkurinn kominn í tæp 20%

Miðflokkurinn kominn í tæp 20%
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björg Magnúsdóttir: Er það til góðs að rífast við einhverja hagfræðinga um millistykki og bílastæði?

Björg Magnúsdóttir: Er það til góðs að rífast við einhverja hagfræðinga um millistykki og bílastæði?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Veikari fjölmiðlar þýða veikara lýðræði

Sigmundur Ernir skrifar: Veikari fjölmiðlar þýða veikara lýðræði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björg Magnúsdóttir: Pólitík ekki fyrir þá sem vilja bara þægilega innivinnu

Björg Magnúsdóttir: Pólitík ekki fyrir þá sem vilja bara þægilega innivinnu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Verðbólga fírast niður en vextir næst ákveðnir eftir rúma tvo mánuði

Verðbólga fírast niður en vextir næst ákveðnir eftir rúma tvo mánuði