fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Eyjan

Borgarstjóri fer í veikindaleyfi: „Vil ekki að það gangi tröllasögur um að ég liggi fyrir dauðanum“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 12. október 2018 08:30

Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, hefur tekið sér nokkurra daga veikindaleyfi. Hann greindist með fylgigigt fyrr í sumar, sem er sjaldgæfur gigtarsjúkdómur, í kjölfar alvarlegrar kviðarholssýkingar. Þetta skerðir hreyfigetu hans og getur flakkað á milli liða og lagst á líffæri. Nú hefur sýking í kviðarholi tekið sig upp að nýju og neyðist Dagur því til að taka sér frí frá störfum í nokkra daga.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Blaðið hefur eftir Degi að hann ætli ekki í lengra veikindaleyfi að sinni. Hann þurfi að jafna sig og því sinni staðgenglar störfum hans á meðan. Hann sagðist vonast til að verða orðinn betri eftir helgi en þurfi þá að meta stöðuna með læknum sínum.

Dagur komst ekki í Kastljósið á miðvikudaginn, þegar braggamálið var rætt. Í hans stað mætti Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar og ræddi við Vigdísi Hauksdóttur frá Miðflokknum. Þórdís gat litlu svarað til um málið annað en það, að hún þekkti ekki til þess.

Dagur vildi í samtali við Fréttablaðið ekki slá því föstu að vinnuálag eigi hlut að máli hvað varðar veikindi hans. Honum hafi fundist meðferðin ganga vel. Hann er á sterkum krabbameinslyfjum til að halda gigtinni niðri.

Fréttablaðið hefur eftir Degi að honum þyki verra að vera ekki í hringiðunni þegar mikið mæðir á eins og núna.

„Ég tók það skref í sumar að segja frá því að ég væri með þennan sjúkdóm og vissi ekki hvernig framhaldið yrði. Það var kannski til þess að það kæmi ekki á óvart ef ég væri oftar með staðgengla eða legði línurnar öðruvísi. Það eru vonbrigði að í fyrsta sinn sem ég hef þurft að taka frí, fari strax á loft samsæriskenningar. Ég vona að lærdómurinn sé ekki sá að manni hefnist fyrir að vera opinn. Ég vil ekki að það gangi tröllasögur um að ég liggi fyrir dauðanum,“

sagði Dagur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum