fbpx
Sunnudagur 04.maí 2025
Eyjan

Hælisleitandi kjörinn áheyrnarfulltrúi framkvæmdaráðs Pírata

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 29. september 2018 15:40

Frá vinstri: Steinar Guðlaugsson, Pétur Óli Þorvaldsson og Reber Abdi Muhamed. Ljósmyndari/Robert Douglas

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hælisleitandinn Reber Abdi Muhamed var á aðalfundi Pírata í morgun kjörinn áheyrnarfulltrúi í framkvæmdaráði Pírata. Framkvæmdaráð annast almenna stjórn og rekstur félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pírötum, hvers aðalfundur er haldinn á Selfossi í dag.

Átján gáfu kost á sér í kjör framkvæmdarráð Pírata. Tveir voru slembivaldir inn í framkvæmdaráð Pírata, þeir Pétur Óli Þorvaldsson, sem situr í tvö ár  og Steinar Guðlaugsson sem situr í eitt ár.

Í slembivali koma allir aðalfundargestir til greina og fyrst var slembivalinn inn Reber Abdi Muhamed. Reber er hælisleitandi frá Kúrdistan og getur því lögum samkvæmt ekki tekið stöðu í framkvæmdaráði. Hann hefur verið virkur í starfi Pírata síðustu mánuði og lýstu margir fundargestir yfir óánægju með að Reber gæti ekki tekið sæti. Sú tillaga var þá borin undir fundinn að gera Reber að áheyrnarfulltrúa framkvæmdaráðs og var tillagan samþykkt með rífandi lófataki. Reber kom til Íslands í vor ásamt bróður sínum, Shivan Abdi Mohammed, sem einnig hefur sótt um hæli hér á landi.

Enn stendur yfir kosning í framkvæmdaráð en henni lýkur klukkan 17.30 í dag. Pétur Óli var í framboði en dettur út af framboðslistanum þar sem hann var slembivalinn. Eftir standa sextán í framboði en fjórir verða kjörnir.

Einnig stendur yfir kjör í úrskurðarnefnd og kjör skoðunarmanna reikninga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Borgum meira!

Thomas Möller skrifar: Borgum meira!
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Heimir Már sakar stjórnarandstöðuna um enn eitt málþófið út af veiðigjöldunum – „Af hagsmunatengdum vinum má þekkja þá“ 

Heimir Már sakar stjórnarandstöðuna um enn eitt málþófið út af veiðigjöldunum – „Af hagsmunatengdum vinum má þekkja þá“ 
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bandaríkin eru svona nærri því að verða einræðisríki

Bandaríkin eru svona nærri því að verða einræðisríki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Bjarnason hæðist að Svandísi – „Enginn getur tekið tapið frá flokksformanninum – sama hvað hlaðvarpssamtölin verða mörg“ 

Björn Bjarnason hæðist að Svandísi – „Enginn getur tekið tapið frá flokksformanninum – sama hvað hlaðvarpssamtölin verða mörg“ 
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiksoppar örlaganna

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiksoppar örlaganna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hörð átök Kaliforníu og Trump – Mikilvægir hlutir gerast baksviðs

Hörð átök Kaliforníu og Trump – Mikilvægir hlutir gerast baksviðs
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir alvarlega ógn steðja að lýðræðinu – Nei, það er ekki Trump

Segir alvarlega ógn steðja að lýðræðinu – Nei, það er ekki Trump
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Örvænting grípur um sig meðal uppgjafaráðherra

Orðið á götunni: Örvænting grípur um sig meðal uppgjafaráðherra