Vinstri hreyfingunni mistókst illilega að bregðast við efnahagskreppunni í heiminum sem hófst með fallli Lehman Brothers bankanum fyrir hérumbil tíu árum. Bankakerfi heimsins riðaði til falls. Maður skyldi halda að þetta hefði verið gullið tækifæri fyrir vinstri öflin að láta til skarar skríða gegn ofurvaldi banka, fjármálakerfisins og stórfyritækja. En þau létu það ganga úr greipum sér, vissu ekki hvernig þau átti að bregðast við. Þar sem vinstri flokkar voru við völd eða komust til valda eins og á Íslandi hófu þeir að lappa upp á gamla kerfið, líkt og það væri í raun óumbreytanlegt. Þannig láðist flokkum til vinstri að læra af fordæmi Franklins D. Roosevelts frá því í heimskreppunni miklu.
Larry Elliot skrifar um þetta í Guardian í dag. Það hafi verið rætt um að setja skatt á fjármagnshreyfingar, en ekkert hafi orðið úr því. Bankar hafi ekki brotnir upp. Tal um nýtt grænt hagkerfi hafi líka runnið út í sandinn. Hann segir að fjármagnsöflin séu nú voldugri en nokkru sinni fyrr. Vald stórfyrirtækjanna sé ennþá samþjappaðra og óhagganlegra. Ríkjandi sé alveg samni rétttrúnaðurinn í hagfræði og þá. Veikur efnahagsbati síðustu ára hafi mestanpart runnið til hinna ríku, en laun og lífskjör í flestum löndum standa í stað.
Líkur séu á að fyrr eða síðar komi önnur kreppa. Þá sé hugsanlegt að vinstrið fái annað tækifæri, en það sé spurning hvort það verði betur undirbúið þá.