fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Eyjan

Viðskiptaráð: „Tekjujöfnuður hér á landi sá mesti í Evrópu“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 27. ágúst 2018 12:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt greiningu Viðskiptaráðs á tölum Hagstofu Íslands, jókst tekjujöfnuður hér á landi árið 2017 og er hann sagður sá mesti í Evrópu. Þá er mesta tekjuaukningin sögð hafa farið til eldri aldurshópa.

„Tekjujöfnuður hefur verið á milli tannanna á fólki undanfarin ár. Oft er talað um að ójöfnuður sé að aukast, en miðað við alþjóðlega mælikvarða á borð við GINI stuðulinn1, virðist svo ekki vera og er tekjujöfnuður hér á landi sá mesti í Evrópu. Í morgun gaf Hagstofa Íslands út tölur um tekjur einstaklinga árið 2017 samkvæmt skattframtölum. Í þessum tölum má finna þróun tekna eftir aldri, kyni og búsetu aftur til ársins 1990 en þó ekki eignastöðu.“

segir í tilkynningu.

Meiri tekjujöfnuður miðað við heildartekjur og atvinnutekjur

Það skal taka strax fram að í þessum nýuppfærðu tölum er ekki að finna dreifingu ráðstöfunartekna eftir tekjuhópum, sem oftast er notað sem mælikvarði á tekjudreifingu. Aftur á móti má finna tekjudreifingu eftir heildartekjum fyrir skatta sem og atvinnutekjur fyrir skatta, sem gefur sterka vísbendingu um þróun ráðstöfunartekna.

Ef við skoðum atvinnutekjur, sem eru laun og aðrar starfstengdar tekjur, kemur í ljós að þær hafa síðustu tvö ár hækkað mest meðal þeirra sem hafa lægstu tekjurnar. Til dæmis hækkuðu atvinnutekjur hjá einstaklingi með hærri tekjur en 10% einstaklinga, eða við 10% tíundamörkin, um 12% árið 2017 og um 13% hjá einstaklingi með hærri tekjur en 20% einstaklinga. Á hinn bóginn hækkuðu atvinnutekjur um 5% hjá einstaklingi með hærri tekjur en 90% framteljenda.

Sé litið til heildartekna er þróunin svipuð og hvað varðar atvinnutekjur. Lægstu 40% tekjuhóparnir hækkuðu mest í fyrra og allir um meira en 10%. Aftur á móti hækkuðu tekjur annarra hópa um minna en 10%. Líkt og hvað varðar atvinnutekjurnar er þetta svipuð þróun og sást árið 2016.

Þróun tíundamarka frá aldamótum bendir til að tekjudreifing hafi að jafnaði haldist nokkuð stöðug, sem er í góðu samræmi við þróun GINI stuðulsins undanfarin ár. Sé litið til þróunar heildartekna frá 2015 virðist sem tilhneigingin sé til meiri tekjujöfnuðar. Það kemur ágætlega heim og saman við miklar launahækkanir síðustu ára í öllum launþegahópum.

Mesta tekjuaukningin rann til eldri aldurshópa

Tekjudreifing ein og sér segir takmarkaða sögu um þróun tekna eftir þjóðfélagshópum. Fyrir utan að lægstu tekjuhópar hafa hækkað hlutfallslega mest kemur í ljós við nánari skoðun að tekjumunur eftir kyni hefur minnkað. Miðgildi ráðstöfunartekna kvenna var 84% af því sem það var hjá körlum árið 2017 og hækkaði um nærri 2 prósentustig á milli ára. Sömu sögu er að segja af meðaltali ráðstöfunartekna þar sem konur höfðu 81% af ráðstöfunartekjum karla árið 2017 sem er líka hækkun um tvö prósentustig. Kynbundinn tekjumunur hefur þannig aldrei mælst minni og kann að skýra að einhverju leyti jafnari tekjudreifingu almennt.

Séu tekjur skoðaðar eftir aldri kemur í ljós að tekjur hafa hækkað mest í eldri aldurshópum. Kaupmáttur ráðstöfunartekna hækkaði langmest í aldurshópnum 75 ára og eldri árið 2017, eða um 14%, en um 7% eða minna í öðrum aldurshópum. Sé horft á kaupmátt ráðstöfunartekna í yfirstandi uppsveiflu, eða frá 2010, má sjá að þetta er áframhald á lengri tíma þróun. Kaupmáttur ráðstöfunartekna 75 ára og eldri hefur hækkað um tæplega 40% á meðan hann hefur einungis hækkað um 16% hjá 25-34 ára. Sé horft enn lengra aftur, eða til ársins 2000, má sjá að tilhneigingin er svipuð, kaupmáttaraukningin hefur í meira mæli runnið til eldri aldurshópa. Þróunin hefur átt sér stað á svipuðum tíma og háskólamenntun skilar sífellt minni fjárhagslegum ávinningi og því má spyrja hvort atvinnulífið sé í auknum mæli að kalla eftir reynslu frekar en menntun?

[1] Gini stuðulinn segir til um hver dreifing tekna eða eigna er innan samfélags. Tekur hann gildi milli 0 og 1 þar sem lægri stuðull tilgreinir meiri jöfnuð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þrír nýir stjórnendur hjá Lyfju

Þrír nýir stjórnendur hjá Lyfju
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Saklaus maður sakaður mánuðum saman um svívirðileg kynferðisbrot

Ágúst Borgþór skrifar: Saklaus maður sakaður mánuðum saman um svívirðileg kynferðisbrot
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Ágúst Hraundal skrifar: Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis?

Ólafur Ágúst Hraundal skrifar: Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Lífleg útgáfa hjá sagnfræðingum í Háskóla Íslands

Lífleg útgáfa hjá sagnfræðingum í Háskóla Íslands
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þórdís Kolbrún svarar gagnrýni Hannesar – „Það er ekki bæði haldið og sleppt í þessu“

Þórdís Kolbrún svarar gagnrýni Hannesar – „Það er ekki bæði haldið og sleppt í þessu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Efins um að Valkyrjustjórnin verði að veruleika – „Eins og við séum að horfa á eitthvað leikrit“

Efins um að Valkyrjustjórnin verði að veruleika – „Eins og við séum að horfa á eitthvað leikrit“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þetta ætlar Áslaug Arna að gera í desember

Þetta ætlar Áslaug Arna að gera í desember