fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Eyjan

Helga Vala yfirgaf sal Hótel Sögu þegar Pia Kjærsgaard ávarpaði hátíðarveislu: „Ég virði rétt hennar til að hafa skoðanir en ég virði ekki skoðanir hennar“

Björn Þorfinnsson
Fimmtudaginn 19. júlí 2018 12:45

Pia Kjærsgaard á leið til hátíðarfundar á Þingvöllum

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti mikla athygli þegar Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, gekk útaf hátíðafundi á Þingvöllum þegar Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins, ávarpaði samkomuna í gær. Var þingkonunni víða hampað fyrir táknræn mótmæli sín en andstæðingar sökuðu hana um „dónaskap og sýndarmennsku“, svo vitnað sé í orð Gunnars Braga Sveinssonar, þingmanns Miðflokksins.

Þá hefur ekki síður vakið athygli að Helga Vala mætti prúðbúin til leiks í veislu síðar um kvöldið ásamt eiginmanni sínum, Grími Atlasyni. Þar sat áðurnefnd Pia Kjærsgaard í öndvegi og ávarpaði samkomuna eins og fundinn fyrr um daginn. Birti Eiríkur Jónsson stuttan fréttamola á vef sínum fyrr í dag þar sem Helga Vala var sökuð um tvískinnung að hafa mætt í hófið.

„Það var blásið til þessarar veislu til þess að halda upp á 100 ára afmæli samnings um fullveldi Íslands og þessvegna taldi ég fulla ástæðu til að taka þátt í þeim hátíðahöldum. Hvað varðar hennar þátttöku í þeim þá kaus ég að nota mína rödd á þann veg að ég valdi að hlusta ekki á hennar boðskap, sem í gegnum tíðina hefur einkennst af mannhatri, sérstaklega í garð fólks sem getur ekki borið hönd fyrir höfuð sér,“ segir Helga Vala.

Hún segist hafa brugðist við á sama hátt í gærkvöldi og á Þingvöllum fyrr um daginn. „Ég gekk líka út úr salnum þegar hún ávarpaði veisluna í gær. Ég virði rétt hennar til þess að hafa skoðanir en ég virði ekki skoðanir hennar,“ segir Helga Vala.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiksoppar örlaganna

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiksoppar örlaganna
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hörð átök Kaliforníu og Trump – Mikilvægir hlutir gerast baksviðs

Hörð átök Kaliforníu og Trump – Mikilvægir hlutir gerast baksviðs
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir alvarlega ógn steðja að lýðræðinu – Nei, það er ekki Trump

Segir alvarlega ógn steðja að lýðræðinu – Nei, það er ekki Trump
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Örvænting grípur um sig meðal uppgjafaráðherra

Orðið á götunni: Örvænting grípur um sig meðal uppgjafaráðherra
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Að vera kristið samfélag

Björn Jón skrifar: Að vera kristið samfélag
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Sendu nú vælubíl að sækja mig!

Svarthöfði skrifar: Sendu nú vælubíl að sækja mig!
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar og segir: Leiðarvísir fyrir þjáða

Steinunn Ólína skrifar og segir: Leiðarvísir fyrir þjáða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Lélegir innviðir Þrándur í Götu ferðaþjónustunnar

Hanna Katrín: Lélegir innviðir Þrándur í Götu ferðaþjónustunnar