fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Eyjan

Lilja: Ástandið minnir óneitanlega á Kúbudeiluna

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 9. ágúst 2017 14:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lilja Dögg Alfreðsdóttir.

„Spennan á Kóreuskaganum hefur ekki verið meiri í áratugi. Yfirlýsingar Bandaríkjaforseta eru einstakar og viðbrögðin frá Pyongyang fyrirsjáanleg, þ.e. frekari hótanir og vígvæðing. Komin er upp mjög þröng og hættuleg staða fyrir alþjóðasamfélagið, sem hefur verið að stigmagnast og minnir óneitanlega á Kúbudeiluna.“

Þetta segir Lilja D. Alfreðsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra. Segir hún í færslu á Fésbók að ljóst hafi verið í langan tíma að ástandið í Norður-Kóreu sé algjörlega ósjálfbært og þar hafi fólk soltið svo áratugum skiptir:

Alþjóðasamfélagið hefur kosið að líta fram hjá þeirri miklu neyð sökum þess gríðarlega mannfalls sem myndi fylgja stríði á skaganum,

Forsíða Vísis 25.nóvember 1962. Lilja segir ástandið í dag minna óneitanlega á Kúbudeiluna 1962 þar sem litlu munaði að kjarnorkustríð brytist út milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Skjáskot af Tímarit.is.

segir Lilja. Samband Bandaríkjamanna og Norður-Kóreumanna hefur versnað til muna að undanförnu í tengslum við eldflauga- og kjarnorkutilraunir Norður-Kóreumanna. Hótaði Trump Bandaríkjaforseti á Twitter að Pyongyang myndi finna fyrir „eldi og brennistein“ ef þeir réðust á sig eða bandamenn sína og hafa yfirvöld í Norður-Kóreu hótað því að ráðast á herstöð Bandaríkjamanna í Gúam.

Síðastliðið laugardagskvöld samþykkti Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hertar viðskiptaþvinganir gagnvart Norður-Kóreu. Segir Lilja að með þeirri ályktun sé verið að einangra Norður-Kóreu fjárhagslega og gert er ráð að útflutningstekjur minnki um þriðjung vegna þessa. Kínversk stjórnvöld hafa í gegnum tíðina átt í miklum viðskiptum við Norður-Kóreu og það sé ljóst að ef einhver árangur eigi að nást í þessari erfiðu deilu verði kínversk stjórnvöld að vera virkir þátttakendur í þeirri vegferð. Lilja birti svo eftirfarandi mynd og segir:

Hér er gervihnattamynd af Kóreuskaganum að næturlagi. Eins og sjá má er algjört myrkur í N-Kóreu sem lýsir best stöðunni. Ólíkt stjórnarfar skýrir þann mikla mun sem er á lífsgæðum á Kóreuskaganum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin í íslenskum fjárlögum

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin í íslenskum fjárlögum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina