fbpx
Laugardagur 20.september 2025
Eyjan

„Eru einhverjir Rússar hér?“

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 4. ágúst 2017 15:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump Bandaríkjaforseti mætti á fundinn í þyrlu. Mynd/EPA

Donald Trump Bandaríkjaforseti hélt ræðu fyrir stuðningsmenn sína í Huntington í Vestur-Virginíuríki í gærkvöldi þar sem hann þvertók fyrir að hafi unnið forsetakosningarnar í fyrra með hjálp Rússa, hann hafi unnið með hjálp almennings. Trump á nú í vök að verjast vegna háværra ásakana um að Rússar hafi haft afskipti af kosningunum og er nú Robert Mueller, sérstakur saksóknara, búinn að skipa kviðdóm til að rannsaka málið. Búast má við því að nánir samstarfsmenn Trump muni þurfa að bera vitni fyrir kviðdóminn. Nokkrir þingmenn úr báðum flokkum Vestanhafs hafa nú lagt fram frumvörp sem miða að því að vernda Mueller fyrir Trump og koma í veg fyrir að Trump reki Mueller án ástæðu. Vinsældir Trump eru að dragast saman í Bandaríkjunum en þriðjungur þjóðarinnar er ánægður með störf hans. Trump var hins vegar glaður í bragði þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína í gærkvöldi:

Eru einhverjir Rússar hér?,

spurði Trump stuðningsmenn sína:

Flestir vita að það voru engir Rússar í kosningabaráttu minni. Við unnum ekki út af Rússum, við unnum vegna ykkar.

Trump bjó þó stuðningsmenn sína undir það versta og gaf sterklega í skyn að rannsóknin, hann hefur áður kallað „nornaveiðar“, miði að því að koma á hann höggi:

Þeir gátu ekki unnið okkur í kjörklefanum þannig að þeir eru að reyna að svíkja ykkur um framtíðina, framtíðina sem þið óskið ykku. Ég vona bara að lokaniðurstaðan sé í alvörunni heiðarleg sem er það sem þær milljónir sem gáfu okkur stóra vinninginn í nóvember eiga skilið sem og allir Bandaríkjamenn sem vilja betri framtíð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin í íslenskum fjárlögum

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin í íslenskum fjárlögum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina