fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Eyjan

Trump mun líklega trompast yfir þessum tímaritum

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 20. ágúst 2017 14:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump Bandaríkjaforseti fær óblíða útreið á forsíðum nokkurra af helstu fréttatímarita Vesturlanda.

Nokkur af helstu fréttatímaritum heims hafa Donald Trump Bandaríkjaforseta á forsíðum sínum þessa dagana. Það má þó efast um að Trump, sem sjaldan slær hendinni á móti athygli, sé ofsakátur yfir því að hafa lent á forsíðunum í þetta sinn.

Bæði Der Spiegel, The Economist, og The New Yorker draga upp mynd af forseta Bandaríkjanna sem fasista og kynþáttahatara sem sé hallur undir Klu Klux Klan-samtökin og boðskap þeirra. Undir fyrirsögninni „Hatur í Ameríku“ sýnir Time svo mynd af manni í svörtum stígvélum sem gerir nasistakveðju og á handlegg hans hangir bandaríski fáninn.

Sennilega er það fordæmalaust að Bandaríkjaforesti fái slíka útreið í einni og sömu vikunni af jafn mörgum vitum tímaritum.

Tilefnið, eða kannski kornið sem fyllti mælinn, eru mótmælin í Charlottseville í Virginíuríki í Bandaríkjunum um síðustu helgi þar sem ólíkum hópum mótmælenda laust saman. Þar lést kona og 19 manns slösuðust þegar hægri-ofstopamaður ók bíl inn í hóp andstæðinga sinna. Eftir þetta þótti Trump ekki koma með nægilega afdráttarlausa fordæmingu á atburðunum og þá einkum hlut hægri öfgamanna í ofbeldinu. Hefur forsetinn sætt harðri gagnrýni vegna þessa.

Hönnuðir forsíðna ofangreindra tímarita hafa nú fylgt þessu eftir. Hér eru dæmin, tekin af Twitter-síðum:

The Economist notar þessa mynd meira að segja í haus Twitter-síðu sinnar. Leiðari þess er afar harðorður í garð forsetans. Ritstjórar tímaritsins telja Donald Trump einfaldlega óhæfan til að gegna embætti forseta Bandaríkjanna.

Forsíða The New Yorker mun svo vart kæta geð mannsins í Hvíta húsinu:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennafrídagurinn breytti öllu

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennafrídagurinn breytti öllu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Kerfislega mikilvægt fyrirtæki í vanda

Kerfislega mikilvægt fyrirtæki í vanda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna