Ný auglýsingaherferð Vínbúðanna hefur vakið hörð viðbrögð og verið gagnrýnd fyrir að fara illa með almannafé. Auglýsingaherferðin ber heitið Röðin og er beint að starfsmönnum Vínbúðanna til að minna þá á að biðja fólk um skilríki til að koma í veg fyrir að þeir sem eru undir tvítugu geti keypt áfengi í Vínbúðunum. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra gagnrýndi auglýsingaherferðina á Fésbók og sagði hann að ríkisstofnanir ættu ekki að mörgum milljónum í að fara í kringum bann við auglýsingum á áfengi, bætti hann svo við:
Ég er viss um að allir starfsmenn ÁTVR vita við hvaða aldur fólk má kaupa áfengi.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði þetta slæma meðferð á almannafé:
Það er auðvitað ósköp einfalt að um er að ræða bruðl á almannafé og að við eigum ekki að vera greiða fyrir svona ímyndarbaráttu ríkisstofnana, sem að auki er með einokun á sinni vöru. Að segja að auglýsing sé fyrir starfsmenn er í besta falli hlægilegt, því auðvitað snýst þetta um það að sannfæra fólk um að ÁTVR sé eina búðin sem sinnt getur þessu hlutverki.
Samkvæmt upplýsingum frá Vínbúðinni sem greint er frá í Fréttablaðinu í dag kostaði herferðin 13 milljónir króna, sagði Sigrún Ósk Sigurðardóttir aðstoðarforstjóri ÁTVR að uglýsingarnar væru hvatning og áminning til starfsfólks stofnunarinnar um mikilvægi þess að biðja um skilríki.