fbpx
Laugardagur 20.september 2025
Eyjan

Norska ríkisstjórnin hyggst banna blæjur og búrkur í öllum skólum landsins

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 12. júní 2017 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norska ríkisstjórnin hyggst banna þennan klæðaburð sem kallast niqab í skólum þar í landi.

Allur klæðaburður sem hylur andlit verður bannaður í norskum skólum. Bannið mun gilda bæði fyrir nemendur og starfsfólk og nær til allra skóla allt frá leikskólum til háskólastigs. Engar andlitsgrímur, andlitshettur né blæjur eða búrkur að hætti múslimakvenna verða leyfðar.

Með þessu eru reglurnar hertar frá því sem verið hefur til þessa. Hingað til hefur það verið á valdi fylkjastjórna eða skólanna sjálfra hvort leyft eða bannað sé að hylja andlit sín. Víða hafa bönn við slíku verið innleidd svo sem við Háskólann í Ósló og Akershus, Háskólann í Þelamörk, Háskólann í Austfold og í öllum framhaldsskólum í Akershus-fylki.

Við viljum ekki sjá andlitshyljandi klæðaplögg á leikskólum, né í menntastofnunum svo sem almennum skólum og háskólum. Þessi klæðnaður kemur í veg fyrir góð og eðlileg samskipti sem eru afgerandi til að nemendur hljóti góða menntun,

sagði Torbjörn Röe menntamálaráðherra Noregs á blaðamannafundi í morgun. Þar kynnti hann tillögur ríkisstjórnarinnar um nýtt lagafrumvarp sem bannar andlitshulningu í menntastofnunum sem nú verða sendar út til umsagna. Bannið mun bæði ná til einkaskóla og skóla á vegum hins opinbera, sem og til aðila sem sinna námskeiðahaldi fyrir flóttafólk og innflytjendur svo sem til að kynna fólki innviði norsks samfélags og kenna nýbúum norsku. Hvorki kennarar og annað starfsfólk né nemendur fá að hylja andlit sín verði þetta frumvarp að veruleika.

Lagafrumvarpið tryggir sömu reglur og jafnræði um land allt,

sagði menntamálaráðherrann að því er Aftenposten greinir frá. Samkvæmt frumvarpinu verður hægt að beita brottvísun gegn þeim sem ekki fari eftir reglunum. Verði þær brotnar ítrekað verður heimilt að segja fólki upp störfum eða vísa því úr skóla.

Frumvarpið hefur þegar vakið viðbrögð meðal skólafólks í Noregi. Norska stúdentasambandið (Norsk studentorganisjon) eru hagsmunasamtök háksólanema í Noregi. Talsmenn þeirra telja að áform ríkisstjórnarinnar um bann við andlitshyljandi klæðnaði sé vanhugsað. Slíkt bann snerti í raun afar fáa einstaklinga en geti hins vegar haft alvarlegar afleiðingar fyrir möguleika þeirra til að sækja sér menntun.

Rétturinn til menntunar skal gilda fyrir alla, líka þá sem velja fyrir sitt leyti einhverja valkosti sem stjórnmálamönnum mislíkar eða þeir eiga erfitt með að skilja. Ef eitthvað klæðaplagg er ekki hindrun í vegi fyrir því að kennsla geti farið fram þá er engin ástæða til að banna það,

segir Marianne K. Andenæs sem er í forsvari fyrir samtökin við Aftenposten.

Konur klæddar í búrkur. Mynd/Getty images

Notkun á múslimska kvenklæðaðinum niqab færist í vöxt meðal ungra múslimskra kvenna í Noregi. Þessi búningur er þannig að konurnar eru huldar í svartan búning frá hvirfli til ilja og með svarta blæju fyrir andliti þannig að einungis sést í augu. Þessi klæðaburður er mjög umdeildur í Noregi. Talið er að hið nýja frumvarp norsku ríkisstjórnarinnar, sem er hægristjórn Hægri flokksins og Framfaraflokksins, um bann í skólum njóti breiðs meirihlutastuðnings þingmanna flestra flokka í norska Stórþinginu. Þingmenn Verkamannaflokksin, Kristilega þjóðarflokksins, Miðflokksins og Vinstri hafa áður lagt fram svipað frumvarp.

Framfaraflokkurinn sem löngum hefur verið gagnrýninn á innflytendastefnuna í Noregi og situr nú í ríkisstjórn vill þó ganga lengst allra. Þar á bæ vilja menn banna með lögum alla notkun niqab og búrku á öllum opinberum svæðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hildur slær á létta strengi eftir atvik í gær – „Ef ég var einhvern tímann að íhuga að kippa lýðveldinu úr sambandi“

Hildur slær á létta strengi eftir atvik í gær – „Ef ég var einhvern tímann að íhuga að kippa lýðveldinu úr sambandi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Menningarstríðið er völundarhús

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Menningarstríðið er völundarhús
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framkvæmdastjóri N1: Skortur innviða flöskuháls fyrir rafvæðingu bílaflotans

Framkvæmdastjóri N1: Skortur innviða flöskuháls fyrir rafvæðingu bílaflotans
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þórdís Lóa ætlar ekki að bjóða sig fram í næstu kosningum

Þórdís Lóa ætlar ekki að bjóða sig fram í næstu kosningum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Morfís útspil Sjálfstæðismanna

Orðið á götunni: Morfís útspil Sjálfstæðismanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Ég er leiðinlegri en betur lesin

Nína Richter skrifar: Ég er leiðinlegri en betur lesin
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stefnuræða forsætisráðherra: Biður fólk um að gæta orða sinna

Stefnuræða forsætisráðherra: Biður fólk um að gæta orða sinna