fbpx
Sunnudagur 21.september 2025
Eyjan

Ísraelar gera loftárás í Damaskus

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 27. apríl 2017 12:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sýrlenskir ríkisfjölmiðlar hafa flutt af því fregnir að ísraelskar herþotur hafi varpað sprengjum á herstöð nálægt flugvellinum í Damaskus. Ísraelar hafa ekki viljað staðfesta þessar fullyrðingar en segja þessa árás „í samræmi“ við stefnu ríkisins. BBC greinir frá.

Sýrlenskir uppreisnarmenn segja að herstöðin hafi verið notuð af Hezbollah samtökunum sem berjast við hlið yfirvalda í Damaskus gegn uppreisnarmönnum. Þar hafi verið vopnageymsla samtakanna en Ísrael leggur mikið upp úr því að koma í veg fyrir að Íranir, helstu bandamenn Hezbollah, smygli vopnum í gegnum Sýrland til aðalbækistöðva samtakanna í Líbanon.

Kort BBC sem sýnir hvar sprengingarnar urðu

Ísrael álítur Hezbollah og Írani helstu andstæðinga sína. Þessir aðilar tókust á árið 2006 í hörðu stríði sem Hezbollah sigraði. Líkt og Pressan greindi frá í gær hafa margir gagnrýnt Ísrael fyrir afskiptaleysi í borgarastríðinu í Sýrlandi en ekki er vitað hvort að þetta inngrip þeirra sé byrjunin á frekari afskiptum þeirra af stríðinu sem geysað hefur í 6 ár og kostað meira en 400 þúsund mannslíf.

Sprengingin í Damaskus.

Samkvæmt sýrlensku ríkisfréttastofunni Sana sprungu eldsneytistankar og vöruhús skemmdust í loftárásinni. Flugskeytum var skotið af ísraelskum herþotum sem flugu yfir hinum hernumdu Golan hæðum. Sprengingar heyrðust víða um Damaskus að sögn mannréttindasamtakanna Syrian Observatory for Human Rights.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Blús á brautarpalli

Óttar Guðmundsson skrifar: Blús á brautarpalli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framkvæmdastjóri N1: Það kostar mikið að halda úti eldsneytisinnviðum á Íslandi

Framkvæmdastjóri N1: Það kostar mikið að halda úti eldsneytisinnviðum á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“