fbpx
Mánudagur 22.september 2025
Eyjan

Bandaríkjaforseti mælir með bók

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 17. apríl 2017 16:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forsetinn segist ekki hafa tíma til að lesa bækur. Sjálfur er Trump titlaður höfundur nokkurra bóka.

Þær sögur fara af Donald Trump Bandaríkjaforseta að hann lesi lítið af bókum. Sjálfur sagði hann á dögunum í viðtali við Fox New  s að hann hefði hreinlega ekki tíma til bókalesturs. Í dag kom hann hins vegar með óvænt tíst á Twitter þar sem hann mælti með bók.

„Flott bók sem þér á eftir að líka: „ÁSTÆÐUR TIL AÐ KJÓSA DEMÓKRATA“ eftir Michael J. Knowles.

Þessi bók er auðlesin sem kannski er eins gott þegar menn hafa mikið annað að gera þar sem ský stórstyrjaldar vofir yfir Kóreuskaga, stór hluti Miðausturlanda er í ófriði, hugsanlegur óróleiki í uppsiglingu í Tyrklandi og það þarf að glíma við Rússana – bara svo fátt eitt sé nefnt.

Kápa bókarinnar.

Bókin sem Trump mælir með inniheldur titil, efnisyfirlit, stutta tilvitnun í grískan heimspeking og upphafssíður kafla með heitum þeirra. Aðrar blaðsíður í þessari 260 síðna bók eru auðar. Hún kom út í febrúar og hefur að sögn Washington Post verið efst á sölulistum Amazon-vefbókaverslunarinnar. Bókin er ódýr, hún kostar aðeins 9,90 dollara eða um 1.100 íslenskar krónur á gengi dagsins.

Ef farið er inn á Amazon og bókin skoðuð þá er hún þar efst á sölulista yfir bækur um stjórnmálaleg efni. Rúmlega tvö þúsund lesendur hafa gefið álit sitt og virðist falla bókin vel í geð. Hún fær 4,8 í meðaleinkunn af 5 mögulegum. Þeir gefa bókinni einnig ýmis skrifleg ummæli.

„Hafir þú nokkru sinni átt erfitt með að skilja hvað er að gerast inni í höfðunum á Chuck Schumer og Nancy Pelosi þá er þetta bókin fyrir þig,

skrifar einn ánægur lesandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Lilju berst stuðningur úr óvæntri átt – hefnd og sögulegar sættir?

Orðið á götunni: Lilju berst stuðningur úr óvæntri átt – hefnd og sögulegar sættir?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Andri Sævar og Svava ráðin til Daga hf.

Andri Sævar og Svava ráðin til Daga hf.
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Blús á brautarpalli

Óttar Guðmundsson skrifar: Blús á brautarpalli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún Hafsteinsdóttir veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga – seldi hún sannfæringuna fyrir völd?

Orðið á götunni: Guðrún Hafsteinsdóttir veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga – seldi hún sannfæringuna fyrir völd?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar