fbpx
Föstudagur 16.maí 2025
Eyjan

Stærstu fjölskyldufyrirtæki Danmerkur beittu stjórmálamenn miklum þrýstingi til að fá erfðaskatt lækkaðan

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 12. apríl 2017 08:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lars Løkke Rasmussen. Mynd/Getty images

Dagblaðið Politiken segir frá því í dag að nokkur af stærstu fjölskyldufyrirtækjum Danmerkur hafi tekið höndum saman um að beita stjórnmálamenn miklum þrýstingi til að fá erfðaskatt felldan niður eða lækkaðan mikið. Þetta virðist hafa borið árangur því svo virðist sem meirihluti sé á danska þinginu fyrir að lækka erfðaskattinn fyrir fjölskyldufyrirtæki úr 15 prósentum í 5 prósent. Þetta kostar ríkissjóð umtalsverðar fjárhæðir.

Í umfjöllun Politiken segir að herferð fjölskyldnanna sé ein besta heppnaða herferð þrýstihóps á undanförnum árum. Fyrirtækin settu sameiginlegan þrýstihóp á laggirnar til að annast málið fyrir þeirra hönd. Ferlið hófst af alvöru 2012 þegar 12 af stærstu fjölskyldufyrirtækjum Danmerkur stofnuðu þrýstihópinn Vækst í Generationer.

Meðal fyrirtækjanna voru Bestseller, Danfoss, Foss, Haldor Topsøe og Jysk. Öll þessi fyrirtæki eru í eigu fjölskyldna sem vildu fá erfðafjárskattinn lækkaðan. Í Danmörku þarf að greiða slíkan skatt þegar fjölskyldufyrirtæki eru sett í hendurnar á nýjum ættliðum.

Vækst i Generationer réði almannatengslafyrirtækið Operate til að gera áætlun um hvernig ætti að standa að málum. Síðan var hafist handa við að þrýsta á talsmenn stjórnmálaflokkanna í hinum ýmsu málaflokkum sem snerta þennan skatt.

Politiken hefur eftir Karsten Lauritzen, skattaráðherra, að mörg fyrirtæki standi nú frammi fyrir kynslóðaskiptum í stjórn þeirra og að stjórnmálamenn hafi verið beittir miklum þrýstingi, ekki aðeins þingmenn ríkisstjórnarflokkanna heldur þingmenn allra flokka. Hann sagðist telja að þetta hafi verið réttmætur þrýstingur því skatturinn væri vandamál sem þyrfti að taka á.

Benny Engelbrecht, þingmaður jafnaðarmanna og fyrrum fjármálaráðherra, sagði að þrýstihópurinn hafi beitt vafasömum aðferðum í baráttu sinni. Hann nefndi sérstaklega til sögunnar fund í fjármálaráðuneytinu, þegar hann var fjármálaráðherra, þar sem fulltrúar þrýstihópsins kynntu sjónarmið sín. Hann sagðist hafa spurt út í röksemdir hópsins en þetta hafi endað með að embættismenn ráðuneytisins sátu öskureiðir á fundinum því fulltrúar þrýstihópsins hafi setið og logið um þau gögn sem voru lögð fram á fundinum. Hér hafi verið á ferð hagsmunagæsla sem hafi farið yfir strikið.

Aðrir þingmenn segja að þrýstihópurinn hafi kynnt þeim niðurstöður skoðanakannana sem sýndu að kjósendur þeirra vildu láta afnema erfðaskattinn.

Lækkun skattsins mun kosta danska ríkissjóðin 1,7 milljarða danskra króna á árunum 2018-2019 og 1 milljarð árlega eftir það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Lögregla rúin trausti

Lögregla rúin trausti
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ragnar sakar Jón um að tala niður til þjóðarinnar og Jón minnir á söguna um litlu gulu hænuna

Ragnar sakar Jón um að tala niður til þjóðarinnar og Jón minnir á söguna um litlu gulu hænuna
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Hinn gullni tími“ – Trump missir sig í Hvíta húsinu

„Hinn gullni tími“ – Trump missir sig í Hvíta húsinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur brýnir sinn gamla flokk – Vill að meira verði gert fyrir Breiðholtið

Vilhjálmur brýnir sinn gamla flokk – Vill að meira verði gert fyrir Breiðholtið