fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Eyjan

Fjármálaáætlun: Skattkerfið einfaldað og skuldir lækkaðar hratt

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 31. mars 2017 11:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Benedikt Jóhannesson fjármála- og efnahagsráðherra. Mynd/Sigtryggur Ari

Sam­kvæmt fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar sem lögð verður fram í dag verður skattkerfið einfaldað og lögð verður áhersla á „að auka skilvirkni í skattkerfinu“ eins og segir í fréttatilkynningu á vef fjármálaráðuneytisins.

Er markmið stjórnvalda að skapa hagfelld skilyrði fyrir vaxtalækkun, og mynda þannig rými til að aukinna útgjalda og lægri skatta. Á tímabilinu verður unnið að því að vega á móti þenslu í hagkerfinu, stuðla að sátt á vinnumarkaði, taka á gengisstyrkingu og efla opinbera þjónustu og styrkja innviði, eins og segir í tilkynningunni.

Ríkisstjórnin hyggst fella flestar tegundir ferðaþjónustu undir almennt þrep virðisaukaskatts og mun breytingin taka gildi þann 1. júlí á næsta ári. Með því myndast svigrúm til þess að lækka í kjölfarið almennt þrep virðisaukaskatts úr 24 prósentum í 22,5 prósent en sú breyting mun taka gildi þann 1. janúar 2019. Með þeirri aðgerð minnkar bilið milli almenns þreps og lægra þreps virðisaukaskatts sem er mikil kjarabót fyrir neytendur en dregur einnig úr þörf fyrir verðhækkanir í ferðaþjónustunni.

Kolefnisgjald verður tvöfaldað og verður áfram unnið að útfærslu heildstæðs kerfis grænna skatta. Áður lögfestar eða áformaðar skattkerfisbreytingar taka gildi á tímabilinu, þar á meðal vörugjald á bílaleigubíla, samsköttunarákvæði og lækkun bankaskatts.

Sala eigna og arðgreiðslur, auk myndarlegs afgangs af rekstri, verða til þess að skuldir lækka hratt á tímabilinu. Gert er ráð fyrir að óreglulegar tekjur verði nýttar til að greiða niður lán. Á sama tíma hækkar landsframleiðsla svo hlutfall lána af landsframleiðslu lækkar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Raunverulegur tilgangur málþófsins – andspyrnuhópur vill skipta um formann

Orðið á götunni: Raunverulegur tilgangur málþófsins – andspyrnuhópur vill skipta um formann
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?