fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Eyjan

Guðni forseti í Rússlandi: Hitti Pútín fyrr í dag – Myndir

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 30. mars 2017 14:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Vladimir Pútín forseti Rússlands ræðast við í Arkhangelsk fyrr í dag.

Guðni Jóhannesson forseti Íslands átti fyrr í dag fund með Vladimir Pútín forseta Rússland í Arkhangelsk-borg í Norðvestur Rússlandi.

Forsetarnir eru nú staddir í Arkhangelsk þar sem þeir taka þátt í Forum Arctica-ráðstefnunni sem Rússar halda um málefni Norðurslóða. Þar eru staddir fulltrúar fjölda þjóða; stjórnmálamenn, vísindamenn, embættismenn og fleiri.

Forsetar Íslands og Rússlands voru þátttakendur í pallborði þar sem rædd voru málefni fólks á Norðurslóðum. Eftir það hittust þeir tveir á fundi þar sem Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands var meðal þátttakenda.

Meðal gesta er Ólafur Ragnar Grímsson fyrrum forseti Íslands.

Myndirnar sem hér fylgja voru teknar af TASS-fréttastofu Rússa:

Flugvél með forseta Íslands og fylgdarliði lenti í Arkhangelsk í gær.
Móttökunefnd undir forystu Igors Orlov fylkisstjóra í Arkahangelsk beið forseta Íslands á Arkhangelsk-flugvellinum.
Forsetanum var boðið upp á rússneskt brauð um leið og hann kom til Arkhangelsk. Fyrir miðri mynd er Igor Orlov fylkisstjóri Arkhangelsk.
Vladimir Pútín forseti og Dmitry Medvedev forsætisráðherra Rússlands heimsóttu eina af eyjum Franz Jósefslands eyjaklasan austur af Svalbarða í gær.
Pútín Rússlandsforseti kemur til Arkhangelsk.
Pútín gengur úr flugvél sinni.
Ólafur Ragnar Grímsson fyrrum forseti er meðal þeirra sem taka þátt í Norðurslóðaráðstefnunni í Arkhangelsk.
Forseti Íslands og Berglind Ásgeirsdóttir sendiherra Íslands í Rússlandi.
Guðni Th. Jóhannesson í Rússlandi.
Ólafur Ragnar fyrrverandi forseti á tali við tvo af fulltrúum Rússa.
Valdimir Pútín forseti Rússlands í pallborðsumræðum um fólk á Norðurslóðum í Arkhangelsk fyrr í dag.
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hlýðir á Vladimir Pútín Rússlandsforseta í pallborðsumræðum.
Pútín Rússlandsforseti.
Guðni forseti flytur ræðu í pallborðsumræðum þar sem Vladimir Pútín er meðal þátttakenda.
Forseti Íslands talar.
Guðni Th. Jóhannesson.
Kvatt og þakkað fyrir sig.
Ólafur Ragnar Grímsson hefur látið málefni norðurslóða mjög til sín taka.
Ólafur Ragnar í samtali við John Tefft fráfarandi sendiherra Bandaríkjanna í Rússlandi.
Forsetar Íslands og Rússlands funda. Þarna má einnig sjá Sergei Lavrov utanríkisráðherra.
Guðni Jóhannesson og Vladimir Pútín ræða saman.

 

Forseti Íslands og forseti Rússlands á fundi.
Forsetar kveðjast.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 1 viku

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið