fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Eyjan

Dagur B. grét þegar hann hlustaði á Ellý Katrínu: „Ótrúlega mikilvægt fyrir ótrúlega marga í sömu stöðu“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Fimmtudaginn 30. mars 2017 19:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mín frábæra samstarfskona og fyrrum staðgengill í borgarstjóraembætti, Ellý Katrín Guðmundsdóttir flutti í gær erindi hjá Íslenskri erfðagreiningu þar sem hún skýrði frá því að hún hefði á síðasta ári greinst með alzheimer-sjúkdóm. Erindið var ljóðrænt, einlægt og tilfinningaríkt en einkenndist jafnframt af þeim heiðarleika, fágun og reisn sem er aðalsmerki Ellýjar.“

Þetta segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri á Facebook.  Ellý hélt fyrirlestur á fræðslufundi hjá Íslenskri erfðagreiningu í gær sem þótti heppnast afar vel. Ellý Katrín starfaði lengi sem borgarritari, og þangað til hún greindist aðeins rétt rúmlega fimmtug var hún æðsti embættismaður borgarinnar og staðgengill borgarstjóra. Einn daginn breyttist allt em hún sagði:

„Einn daginn átta ég mig á því að samferðafólki mínu finnst ég ekki vera eins og ég ætti að mér að vera. Dagurinn var ekki lengur eins fallegur. Birtan ekki lengur eins blíð. Hvað var að gerast? Hvað var að gerast í sjálfinu mínu? Hver kippti undan mér fótunum?

Fel mig í skugga, forðast fólk. Forðast birtuna, þangað til að ég finn að ég er ekki lengur ég, ég er bara skugginn af sjálfri mér.“

Dagur var á fyrirlestrinum og gat ekki haldið aftur af tárunum þegar vinkona hans sagði sögu sína.

„Ég bæði grét, en Ellý kom okkur líka til að hlæja, og ég er ekki viss um að hún geri sér grein fyrir því hvað þetta erindi á eftir að reynast ótrúlega mikilvægt fyrir ótrúlega marga í sömu stöðu eða í röðum aðstandenda og raunar samfélagið allt. Að færa alzheimer í orð og ræða hann svona hispurslaust, eru umtalsverð tímamót – og það að gera það á þennan sterka hátt er hreinlega ómetanlegt. Takk Ellý!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 1 viku

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið