fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Eyjan

Björgólfur Thor: Lygaflétta rétt eins og í Al-Thani málinu

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 30. mars 2017 14:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björgólfur Thor Björgólfsson.

„Ég má til með að tjá mig um skýrsluna um einkavæðingu Búnaðarbankans, þar sem fram kemur að Hauck & Aufhäuser dæmið var allt ein lygaflétta. Rétt eins og í Al-Thani málinu nokkrum árum síðar var hönnuð lygaflétta til að blekkja stjórnvöld, markaðinn og almenning.“

Þetta segir Björgólfur Thor Björgólfsson kaupsýslumaður í færslu á vefsíðu sinni í dag. Segir hann að allt einkavæðingarferlið hafi breyst strax og S-hópurinn kom að því:

Hópur þjóðkunnra tækifærissinna setti saman Svika-hópinn sem átti ekkert erlent fjármagn og var skuldsettur upp að öxlum, notaðist við lánsfé og tók síðan fleiri lán til viðbótar. Allt einkavæðingarferlið breyttist strax og Svika-hópurinn kom að því. Einkavæðing beggja banka fór þá að miðast í öllu við þarfir þessa hóps og óskir, tímasetningar og framkvæmd öll fór eftir duttlungum hans.

Vitnar Björgólfur Thor í bók sína Billions to Bust and Back, þar sem hann segir að hann hefði átt að snúa baki við öllu saman þegar hann hafi áttað sig á því hvað var í gangi. Segir Björgólfur að S-hópurinn hafi þurft að sýna fram á að hann styddist við öflugan erlendan banka til að eiga von til þess að ríkið vildi selja þeim ráðandi hlut í Búnaðarbankanum:

Lengi vel létu þeir eins og franski stórbankinn Société Général væri með þeim í kaupunum, en að lokum reyndist stóri, erlendi bankinn vera lítill, þýskur einkabanki sem enginn þekkti til. Og sá banki bara ómerkilegur leppur Ólafs Ólafssonar.

Hlynntur rannsókn á einkavæðingu Landsbankans og Búnaðarbankans

Björgólfur segir að Ólafur og hans mönnum hafi þótt svo vel takast til með kaupin á Búnaðarbankanum að þeir hafi ákveðið að endurtaka leikinn árið 2008:

…og þá með riddara á arabískum hesti, sem kom til bjargar á ögurstundu. Um þær æfingar hefur Hæstiréttur haft miður falleg orð:

„ . . . þaulskipulögð, drýgð af einbeittum ásetningi og eindæma ófyrirleitni og skeytingarleysi“

„ . . . beindust í senn að öllum almenningi og fjármálamarkaðinum hér á landi í heild“

Þessi orð er allt eins hægt að nota um fléttu Ólafs Ólafssonar og „the usual suspects“ við kaupin á Búnaðarbankanum,

segir Björgólfur Thor. Er hann hlynntur ítarlegri rannsókn á á einkavæðingu Landsbankans og Búnaðarbankans 2002 og 2003:

Það er löngu tímabært að sú saga verði öll sögð, svo þeir beri skömmina sem eiga hana og aðrir fái uppreist æru. Og tímabært að stjórnmálamenn standi við yfirlýsingar sínar um gagnsæi. Ég er reiðubúinn að mæta fyrir hvaða nefnd sem er og fara ítarlega yfir einkavæðingu Landsbankans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 1 viku

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið