fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Eyjan

Rannsóknarnefndin: Ekkert bendir til að Halldór og Davíð hafi vitað af fléttunni

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 29. mars 2017 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson.

Ekkert bendir til að Halldór Ásgrímsson heitinn og Davíð Oddsson hafi vitað af fléttu Ólafs Ólafssonar við kaupin á Búnaðarbankanum. Því hefur lengi verið haldið fram að Davíð og Halldór, sem voru í forystu ríkisstjórnarinnar við sölu bankanna í byrjun aldarinnar hafi verið „allsráðandi“ þegar ákveðið var hverjir fengu að kaupa hlut ríkisins í Landsbankanum og Búnaðarbankanum. Hefur þetta meðal annars komið fram í máli Steingríms Ara Arasonar sem sagði sig úr einkavæðinganefnd á sínum tíma, sagði hann það hafa verið pólitíska ákvörðun hvaða aðilar fengu að kaupa Búnaðarbankann og Landsbankann.

Sjá frétt Eyjunnar frá 2010: Steingrímur Ari: Davíð og Halldór réðu öllu

Kjartan Bjarni Björgvinsson og Finnur Vilhjálmsson. Mynd/Sigtryggur Ari

Er það afdráttarlaus niðurstaða rannsóknarnefndar Alþingis að stjórnvöld hafi skipulega verið blekkt í aðdraganda og kjölfar sölunnar. Blaðamaður Eyjunnar spurði Kjartan Bjarna Björgvinsson formann rannsóknarnefndarinnar og Finn Vilhjálmsson hvort rannsóknarnefndin hafi fundið eitthvað sem benti til þess að Davíð og Halldór hafi vitað af blekkingum og fléttu Ólafs Ólafssonar:

Nei það er ekkert í gögnum nefndarinnar sem benda til þess.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Sundruð stjórnarandstaða – umboðslausir þingflokksformenn

Orðið á götunni: Sundruð stjórnarandstaða – umboðslausir þingflokksformenn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Þinglok

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Þinglok
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði: Óhamingjusamur málþófsmaður í prívat hagsmunagæslu

Svarthöfði: Óhamingjusamur málþófsmaður í prívat hagsmunagæslu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól