fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Eyjan

Ólafur Ólafsson: Þú getur ekki ætlast til að ég svari getgátum 15 árum síðar

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 29. mars 2017 12:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Ólafsson. Mynd: DV/Sigtryggur Ari

„Hauck & Aufhäuser fjárfesti í Eglu hf. eða ehf., ég man ekki hvort það er. Öll gögn, allir pappírar, allar innborganir hlutafjár liggja fyrir. Allar fundargerðir sem þú hefur liggja fyrir. Fundarseta hans eða fulltrúa hans í stjórnum liggja fyrir, öll umboð hans til athafna innan við Eglu liggja fyrir og meira hef ég ekki nú ekkert um málið að segja. Ég, þú getur ekki ætlast til þess að ég sé hérna, 15 árum síðar, að svara getgátum fjölmiðla. Bara I‘m sorry.“

Þetta sagði Ólafur Ólafsson fyrrverandi stjórnrformaður Eglu hf. í skýrslutöku við Héraðsdóm Reykjavíkur þann 30.janúar síðastliðinn og greint er frá í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis sem kom út í dag. Rannsóknarnefndin komst að þeirri afdráttarlausu niðurstöðu að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser hafi verið notaður til að blekkja stjórnvöld og almenning á Íslandi, raunverulegur kaupandi hafi verið Ólafur Ólafsson og Hauck & Aufhäuser hafi verið milliliður fyrir félagið Welling & Partners sem hafi verið stýrt af Kaupþingi í Lúxemborg.

Ólafur sagði við skýrslutökuna að hann mundi ekki hver þáttur hans var í tilboðsgerð S-hópsins og samningaviðræðum við íslensk stjórnvöld um kaup hópsins á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum.

Taldi hann það „vera óðs manns æði“ fyrir Íslendinga að taka þátt í kaupum á banka án þess að fá erlenda sérfræðiaðstoð og því hefði Société Générale verið fenginn til að vera hópnum innan handar. Þá kom fram að hann sjálfur og Guðmundur Hjaltason hefðu verið helst í samskiptum við starfsmenn Société Générale fyrir hönd S-hópsins en hann myndi það ekki nákvæmlega. Ólafur staðfesti að starfsmenn Société Générale hefðu átt virkan þátt í að tengja Hauck & Aufhäuser inn í S-hópinn og að Michael Sautter, starfsmaður franska bankans og ráðgjafi S-hópsins, hefði átti í mestum samskiptum við þýska bankann en hann hefði sjálfur ekki heyrt bankans getið áður.

Réttar og nákvæmar upplýsingar eftir því sem hann best vissi

Þá sagði Ólafur jafnframt „að eftir því sem hann best vissi, væru allar þær upplýsingar sem íslenska ríkinu voru veittar á þessum tíma, eða annars sú aðkoma Hauck & Aufhäuser sem bæði kaupsamningurinn og fylgigögn hans kváðu á um, og kynnt voru í fjölmiðlum samhliða kaupunum, réttar og nákvæmar varðandi aðkomu Hauck & Aufhäuser. Ólafur sagðist ekki muna hvort einhverjar ráðstafanir hefðu verið gerðar, t.d. með samningum, til að draga úr eða girða fyrir fjárhagslega áhættu Hauck & Aufhäuser af viðskiptunum. Þá kvaðst Ólafur ekki muna hvort einhverjir aðrir aðilar en þeir sem stóðu að kaupsamningnum við íslenska ríkið hefðu komið að kaupum S-hópsins.

Í framburði sínum kvaðst Ólafur ekki hafa hugmynd um og að hann myndi ekki eftir því hvort Kaupþing hf. hafi komið að fjármögnun kaupa einhvers þeirra sem tilgreindir voru sem kaupendur að hlut ríkisins í Búnaðarbankanum. Aðspurður um hvort rétt væri að Hauck & Aufhäuser hefði tekið „fullan þátt í kaupunum á kjölfestuhlut í Búnaðarbanka Íslands hf. í gegnum kaup sín í Eglu hf.“ svaraði Ólafur að þeir hefðu verið „að fullu hluthafar í Eglu hf.“ og hann hefði „ekki verið upplýstur um annað af þeim“.

Ólafur sagðist ekki getað varpað ljósi á hvort fullyrðingar Guðmundar Hjaltasonar framkvæmdastjóra Eglu hf. um að hann vissi ekki til þess að Hauck & Aufhäuser hefði verið „leppur fyrir aðra aðila“, væru réttar og nákvæmar. Aðspurður um fullyrðingar Sigurjóns Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans og framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Búnaðarbankans, í skýrslu hjá Rannsóknarnefnd Alþingis árið 2009, að Hauck & Aufhäuser hafi verið fulltrúi fyrir aðra aðila og að það hafi verið gerður einhvers konar framvirkur samningur um viðskipti bankans, sagði Ólafur að honum vitanlega ætti það ekki við rök að styðjast og að hann myndi „ekki eftir neinu svona.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Sundruð stjórnarandstaða – umboðslausir þingflokksformenn

Orðið á götunni: Sundruð stjórnarandstaða – umboðslausir þingflokksformenn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Þinglok

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Þinglok
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði: Óhamingjusamur málþófsmaður í prívat hagsmunagæslu

Svarthöfði: Óhamingjusamur málþófsmaður í prívat hagsmunagæslu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól