fbpx
Laugardagur 12.júlí 2025
Eyjan

„Við erum ekki að horfa á eitthvað hrun í íslenskri ferðaþjónustu“

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 20. mars 2017 14:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við höfum áhyggjur af þessari þróun. Við horfum til þess að ferðaþjónustuvörurnar eru að hækka um tugi prósenta horft fram í tímann núna þannig að við höfum stórkostlegar áhyggjur en á sama tíma vil ég vera bjartsýn og markaðirnir eru með mismunandi verðteygni. En hvað varðar Er ekki bara fínt að fækka þeim, og allt þetta. Þó að við höfum áhyggjur þá erum við ekki að horfa á eitthvað hrun í íslenskri ferðaþjónustu“

Þetta sagði Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar í þættinum Bítið á Bylgjunni í morgun, tilefnið var frétt RÚV frá því á föstudaginn þar sem greint var frá því að fimmtán hundruð afbókanir hefðu borist norsku ferðaheildsölufyrirtæki vegna fyrirhugaðra ferða til Íslands í sumar. Sagði Rannveig Snorradóttir, framkvæmdastjóri Obeo Travel í Osló að hækkandi verðlag samhlið styrkingu krónunnar væri fyrst og síðast um að kenna.

Ekki bóla sem mun springa

Helga segir að hún hafi vissulega þungar áhyggjur af því að ferðaheildsalar séu byrjaðir að afbóka ferðir hingað til lands vegna styrkingar krónunnar en að horfa þurfi á málið í heild. Spáð er komu 2,3 milljóna ferðamanna í ár, en fyrir tíu árum komu rúmlega 490 þúsund ferðamenn til landsins, sem þá var met.

Við viljum ekki fækka ferðamönnum á þessum forsendum og ef við stöndumst ekki upplifunina hjá þeim sem koma. Ef verðlagning og gæði fara ekki saman þá erum við komin í óefni því greinin á svo mikið undir orðsporinu,

Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar

sagði Helga og bætti við að það gengi ekki til lengdar að fá 25% til 30% högg í gengisþróun á nokkrum mánuðum. Segir hún mikilvægt að staldra við og horfa á heildarmyndina, hvernig sé hægt að byggja greinina upp til frambúðar og tryggja verðmætasköpun, það sé á ábyrgð stjórnvalda að koma af fullri alvöru að borðinu:

„Það er svolítið það sem manni hefur fundist síðustu mánuði og ár svo sem eins og stjórnvöld, Seðlabankinn eða hver það er bara hafi ekki haft fulla trú á greininni, haldi að þetta sé einhver bóla sem muni springa en ferðaþjónustan er ekki bóla sem mun springa.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Diljá Mist segir sig og nágranna sína upplifa sig afskipta – „Höfum misgóða reynslu af áhuga og umhyggju stjórnmálamanna fyrir hverfinu okkar“

Diljá Mist segir sig og nágranna sína upplifa sig afskipta – „Höfum misgóða reynslu af áhuga og umhyggju stjórnmálamanna fyrir hverfinu okkar“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Svona býr Áslaug Arna í New York – „Indæla Upper West Side er nýja heimilið mitt“

Svona býr Áslaug Arna í New York – „Indæla Upper West Side er nýja heimilið mitt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Orrustan um Ísland stendur yfir

Sigmundur Ernir skrifar: Orrustan um Ísland stendur yfir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Málþófið tætir fylgið af Sjálfstæðisflokknum – líka í borginni

Orðið á götunni: Málþófið tætir fylgið af Sjálfstæðisflokknum – líka í borginni