fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Eyjan

Skotar krefjast nýrrar atkvæðagreiðslu um sjálfstæði

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 13. mars 2017 12:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd/Getty images

Nicola Sturgeon fyrsti ráðherra Skotlands hyggst fara fram á að haldin verði önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði Skotlands frá Bretlandi. Sturgeon vill að atkvæðagreiðslan fari fram einhvern tímann á tímabilinu frá hausti 2018 og fram að vori 2019. Sturgeon hyggst leggja málið fyrir skoska þingið í næstu viku og fara fram á heimild til að krefja breska þingið um atkvæðagreiðsluna.

Þetta kom fram í ræðu sem Sturgeon hélt í Edinborg nú fyrir skemmstu. Í ræðu sinni fjallaði hún um fyrirhugaða útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Hún lýsti því hvernig allar viðræður hennar við bresk stjórnvöld um leiðir til að Skotland gæti áfram verið partur af innri markaði Evrópusambandsins hefðu verið árangurslausar og tillögum hennar mætt með tómlæti. Mikill meirihluti Skota var andvígur útgöngu úr sambandinu þegar Brexit atkvæðagreiðslan fór fram.

Nicola Sturgeon. Mynd/Getty

Í breskum fjölmiðlum er bent á að það sé ekki skoska þingsins að taka ákvörðun um hvort þjóðaratkvæðagreiðslan fari fram. Til þess þurfi breska þingið að veita heimild. Sturgeon sagði aðspurð að hún teldi ekki líkur á að breska þingið neiti Skotum um heimild til þess.

Skotar felldu sjálfstæði árið 2014

Skotar héldu þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði frá Bretlandi árið 2014. Niðurstaðan varð sú að 55 prósent vildu halda í ríkjasambandið en 45 prósent vildu sjálfstætt Skotland. Sturgeon sagði í morgun að uppi væri breytt staða eftir Brexit-atkvæðagreiðsluna. Að hennar mati sé ekki hægt annað en að halda atkvæðagreiðslu um sjálfstæði, annað þýddi einfaldlega að verið væri að samþykkja útgöngu Skotlands úr Evrópusambandinu, þvert á vilja mikils meirihluta þjóðarinnar. Aðspurð sagði Sturgeon að hún teldi að Skotar myndu samþykkja sjálfstæði í nýrri þjóðaratkvæðagreiðslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Verst að tapa orðunum – spurði lækninn hvort hann kæmist ekki á skíði rétt eftir heilaaðgerð

Karl Ágúst Úlfsson: Verst að tapa orðunum – spurði lækninn hvort hann kæmist ekki á skíði rétt eftir heilaaðgerð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Reiði skólameistarinn

Reiði skólameistarinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Munurinn á aðildarþjóð og „lobbý-þjóð“

Þorsteinn Pálsson skrifar: Munurinn á aðildarþjóð og „lobbý-þjóð“