fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Eyjan

Nýsósíalismi: Er auðmaðurinn Sigurður Gísli Pálmason að betla pening af almenningi?

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 7. febrúar 2017 21:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Gísli Pálmason, einn eigenda Fréttatímans. Hann er líka annar eigandi IKEA á Íslandi og fleiri fyrirtækja.

„Staða fjölmiðla á frjálsum markaði virðist vera orðin það erfið að jafnvel ríkustu menn þessa lands telja sig þurfa að biðja almenning um pening til að geta rekið fyrirtækin sín. Eitt dæmi um það er Fréttatíminn sem nú biðlar til almennings, en fjölmiðillinn er meðal annars í eigu Sigurðar Gísla Pálmasonar sem hingað til hefur verið talinn til efnameiri Íslendinga. Það má því tíðindum sæta að hann sé farinn að betla pening af almenningi til að styðja við rekstur sinn.

Hinn eigandi miðilsins er Gunnar Smári, ötull talsmaður sósíalista, en hann hefur af miklum eldmóði talað fyrir því að stofnaður verði nýr sósíalistaflokkur hér á landi (næstum af jafn miklum eldmóði og þegar hann vildi að Ísland yrði fylki í Noregi).“

Sirrý Hallgrímsdóttir.

Þetta skrifar Sirrý Hallgrímsdóttir í bakþönkum Fréttablaðsins í dag, en hún var aðstoðarmaður Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra á síðasta kjörtímabili.

Sirrý segir að iðað við þessa stöðu megi segja að Gunnar Smári sé að innleiða eins konar nýsósíalisma sem gangi út á að almenningur fjármagni fyrirtæki auðmanna.

„Ætli menn sjái fyrir sér að hægt sé að nota þetta módel fyrir fleiri tegundir mikilvægra fyrirtækja? Þessi hugmynd er mjög spennandi og gaman verður að sjá hvernig til tekst. Segja má að Gunnar Smári sé þannig eins konar Hrói höttur á röngunni, taki við peningum frá fátækum og gefi auðmönnum,“ bætir hún við.

Og Sirrý spyr í lok pistils síns:

„Nokkrar spurningar vakna: hvað ef söfnunin fer fram úr öllum vonum og fyrirtækið verður rekið með hagnaði, rennur arðurinn þá í vasa hluthafanna, ritstjórans og auðmannsins?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sakar ríkisstjórnina um hræðsluáróður í ESB-málinu

Sakar ríkisstjórnina um hræðsluáróður í ESB-málinu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“