fbpx
Mánudagur 28.júlí 2025
Eyjan

Kári segir dómsmálaráðherra bulla: „Ábyrgðarlaust blaður“

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 7. febrúar 2017 11:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.

Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar gagnrýnir Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra harðlega fyrir skýringar hennar á því hvers vegna íslenskt stjórnvöld leiti á náðir Svía til að rannsaka erfðaefni upp úr lífssýnum í sakamálum. Í viðtali við Fréttatímann fyrir helgi sagði ráðherra að það hafi komið til skoðunar að láta íslenska aðila rannsaka DNA sýni sem er safnað við vinnslu sakamála hér á landi en það hafi komið í ljós að það svaraði ekki kostnaði, auk þess hafi samningurinn við Svíana verið góður.

Kári segir í pistli í Fréttablaðinu í dag þetta út í hött, Íslensk erfðagreining hafi boðist til að annast verkefnið ókeypis og hjálpa lögreglu við að koma upp sinni eigin rannsóknarstofu henni að kostnaðarlausu, stofu sem myndi nýta sér tæki, þekkingu, reynslu og gögn Íslenskrar erfðagreiningar. Þar að auki hafi hvorki innanríkisráðuneytið, embætti ríkislögreglustjóra né lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þekkingu eða reynslu sem gerir þeim kleift að vita hvað þurfi til að setja upp DNA rannsóknarstofu hér á landi:

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra.

„Til þess að ályktun þeirra yrði eitthvað meira en ábyrgðarlaust blaður hefðu þessir aðilar orðið að leita sér ráða hjá þeim sem hafa sett á laggirnar svona rannsóknarstofu á Íslandi. Það er ekkert sem bendir til þess að þeir hafi gert það,“

segir Kári. Hnýtir hann einnig í ráðherra fyrir að segja það heppilegt sökum smæðar íslensks samfélags að hafa starfsemina erlendis:

Þetta sjónarmið hlýtur að vera einhvers konar samnefnari minnimáttarkenndar og fáfræði. Það er nefnilega ekkert við smæð samfélagsins sem gerir það að verkum að það sé erfiðara að rýna í DNA á Íslandi en erlendis og reynslan sýnir að á þessu sviði höfum við eyjaskeggjar oftast skotið útlendingunum ref fyrir rass. Þess utan er engu erfiðara að verja persónuupplýsingar við greiningu lífsýna á Íslandi en í útlandinu og það er mun meiri reynsla hérlendis í notkun dulkóðunar við slíka vinnu en nokkurs staðar annars staðar í heiminum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sakar ríkisstjórnina um hræðsluáróður í ESB-málinu

Sakar ríkisstjórnina um hræðsluáróður í ESB-málinu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“