fbpx
Mánudagur 28.júlí 2025
Eyjan

Sakar forseta Íslands og borgarstjóra Reykjavíkur um að nýta sér flóttafólk til að upphefja sjálfa sig

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 4. febrúar 2017 12:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dr. Ólafur Ísleifsson hagfræðingur var sem oftar gestur Péturs Gunnlaugssonar í síðdegisþætti Útvarps Sögu í gær (föstudag). Þeir félagar ræddu ýmislegt um fréttir vikunnar. Þegar þátturinn var hálfnaður vakti Ólafur máls á því að Guðni Th. Jóhannesson ásamt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra Reykjavíkur, Þorsteini Víglundssyni félagsmálaráðherra og fulltrúum Rauða krossins, tekið á móti sýrlensku flóttafólki á Bessastöðum á mánudag. Fjölmiðlar voru boðaðir á staðinn.

Um þetta hafði Ólafur eftirfarandi að segja:

Veistu það Pétur, það var nú ein ágæt frétt hérna, og það er það að við skulum leggja okkar af mörkum til þess að lina þjáningar fólks þarna frá stríðshrjáðu svæði sem er náttúrulega Sýrland. Það er náttúrulega gleðiefni að það skuli vera tekið hérna á móti fjölskyldum. En ég verð að segja það að það runnu nú svolítið á mann tvær grímur þegar þetta fólk er tekið beint af flugvellinum og ekið með það á aðsetur þjóðhöfðingja landsins, og þar eru mættir þjóðhöfðinginn og borgarstjórinn og einhverjir slíkir virðingarmenn. Maður spyr sig, hefði þetta fólk ekki gjarnan vilja, þú veist, ef að þetta fólk ætti að koma og hitta þjóðhöfðingja lands sem það er komið til, heldur þú að þetta fólk myndi ekki gjarnan vilja hafa svona haft sig svolítið til og klætt sig svolítið upp af þessu tilefni?

Ólafur Ísleifsson hélt svo áfram:

Mér fannst eins og þetta fólk væri allt í einu orðið einhvers konar leikmunir, eins og það væri gert að leikmunum í einhverju leikriti sem er ætlað að sýna fram á náttúrulega alveg óendanlega manngæsku þeirra sem að þarna áttu hlut að máli. Ég geri ráð fyrir því að til þessa hafi refirnir verið skornir.

Pétur Gunnlaugsson spurði þá:

Svona keppni um manngæsku?

Ólafur:

Svona keppni, og….

Pétur Gunnlaugsson greip þá inn og sagði:

Hver er bestur sem vill leggja mest til þessa málaflokks án þess að gera grein fyrir því hvernig ætti að fjármagna það…

Ólafur svaraði þá og vísaði til manns sem Pétur hafði nefnt áður í þættinum. Sá er Dagur B. Eggertsson borgarstjóri:

Þú nefndir nú einn slíkan mann og hann hefur nú kannski verið svona líka í krafti síns embættis, kannski einn helsti forystumaður þessa hóps. Sumir eru nú að kalla þetta „góða fólkið.“ Ég held að það sé nú upprunnið frá einhverjum spéfuglum þarna á vinstri kantinum – það hugtak. Það er eins og sá ágæti maður hafi nú fengið öfluga samkeppni,

sagði Ólafur Ísleifsson og hló við. Þarna átti hann þá væntanlega við að Guðni Th. Jóhannesson forseti sé nú farinn að sækja að borgarstjóra Reykjavíkur sem samkvæmt Pétri Gunnlaugssyni fyrr í þættinum var dæmi um lýðskrumara (popúlista) sem gæfi út fyrirheit um mikil framlög til mála án þess þó að skýra frá hvernig eigi að fjármagna þau.

Heyra má spjall þeirra Dr. Ólafs Ísleifssonar og Péturs Gunnlaugssonar í 1. hluta upptöku á síðdegisþætti 3. febrúar. Ummælin sem hér eru rakin hefjast á 27. mínútu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sakar ríkisstjórnina um hræðsluáróður í ESB-málinu

Sakar ríkisstjórnina um hræðsluáróður í ESB-málinu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“