fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
Eyjan

Bæjaraland bannar blæjuna

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 22. febrúar 2017 18:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Múslimskar konur og drengur biðja í Hannover í Þýskalandi. EPA.

Yfirvöld í Bæjaralandi í Þýskalandi hafa gefið það út að stefnt sé að því að banna blæjuna í opinberum byggingum, skólum, háskólum og við akstur. Gagnrýnendur segja að þetta sé einungis gert því kosningar nálgist en Kristilegi demókrataflokkurinn, flokkur Angelu Merkel kanslara fer með völdin í Bæjaralandi. Flokkur hennar óttast mjög sókn hægriflokksins AfD, Alternative für Deutschland, og margir sjá þetta fyrirhugaða bann sem örvæntingarfulla tilraun flokksins til að ná til sín kjósendum AfD. BBC greinir frá.

Uppkast að lögum um blæjubann var lagt fram á þriðjudagskvöld. Þar er niqab, slæða sem hylur andlitið algjörlega og búrka, sem hylur bæði andlit og allan líkamann bannaðar á opinberum stöðum. Auk þess nær bannið til samskipta við lögreglu og á kjörstöðum. Konur sem væru með slíkt á sér þyrftu því að taka það niður slæðuna þegar þær væru stöðvaðar af lögreglu eða þegar þær ætlað að nýta sér lýðræðislegan rétt sinn til að kjósa.

Kristilegi demókrataflokkurinn er með hreinan meirihluta í svæðisþingi Bæjaralands svo allt útlit er fyrir að frumvarpið verði að lögum fyrir sumarfrí þingsins.

Samskipti eiga sér ekki stað einungis með tungumáli heldur einnig með útlitli, svipbrigðum og bendingum. Samskipti eru grundvöllur frjálsrar og opnar lýðræðisskipanar. Að hylja andlit sitt er andstætt við þessi gildi,

segir innanríkisráðherra Bæjaralands, Joachim Herrmann.

Þegar dagblaðið Sueddeutsche Zeitung grennslaðist fyrir um það hve margir opinberir starfsmenn myndu verða fyrir áhrifum að blæjubanninu sagði innanríkisráðherrann að honum vitanlega væru þeir engir. Samt sem áður væri mikilvægt að koma þessu banni á til að koma í veg fyrir að konur með blæjur myndu sjást á opinberum vettvangi.

Ulrike Gote hjá Græningjum sagði í samtali við dagblaðið að bannið ,,leysti vandamál sem væri ekki til staðar‘‘ og væri pólítískt aðgerð til að ala á ótta við íslam í Þýskalandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stóra málsháttamálið

Óttar Guðmundsson skrifar: Stóra málsháttamálið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Tómarúm fyllt

Þorsteinn Pálsson skrifar: Tómarúm fyllt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir