fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Eyjan

Nýir og fráfarandi þingmenn Norðvesturkjördæmis

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 11. nóvember 2017 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir kosningarnar 28. október hafa orðið töluverðar hræringar í Norðvesturkjördæmi. Þótt Framsóknarflokkurinn haldi sínum tveimur mönnum kemur Halla Signý Kristjánsdóttir ný inn fyrir flokkinn. Miðflokkurinn fær tvo menn inn, þá Bergþór Ólason og Sigurð Pál Jónsson, sem áður var varaþingmaður Framsóknarflokks. Teitur Björn Einarsson, Sjálfstæðisflokki, dettur út af þingi og það sama á við um Píratann Evu Pandoru Baldursdóttur. Vinstri græn halda sínum manni inni. Akureyri Vikublað spjallaði við fráfarandi og verðandi þingmenn kjördæmisins. Ekki náðist í Teit Björn.

Nú tekur við atvinnuleit

Eva Pandora er dottin út af þingi eftir árs setu.

Eva Pandora Baldursdóttir var oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi. Eva hafði verið þingmaður í eitt ár en er nú dottin út af þingi. Þar með eiga Píratar engan þingmann í kjördæminu.

Komu úrslit kosninganna þér á óvart?

„Að sumu leyti komu úrslitin verulega á óvart. Hins vegar kom ekkert svakalega óvart að við næðum ekki þingsæti þar sem það hafði verið tvísýnt í skoðanakönnunum. Væntingunum var því stillt í hóf.“

 

Hvað misfórst?

„Á þessum knappa tíma náðum við ekki að koma okkur og stefnumálum okkar almennilega á framfæri við kjósendur. Ég held að það hafi verið það helsta.“

Hvað tekur við hjá þér?

„Ætli það sé ekki bara atvinnuleit.“

Er þínum pólitíska ferli lokið eða ertu rétt að byrja?

„Ég er alls ekki hætt að reyna að hafa jákvæð áhrif á samfélagið. Að vera á þingi er svo sannarlega skilvirkasta leiðin til að hafa bein áhrif en það eru til aðrar leiðir og nú er næsta verkefni mitt að finna nýjan vettvang til þess að láta gott af mér leiða.“

Fjölbreytt og erilsamt starf

Bergþór Ólason á Akranesi var um tíma aðstoðarmaður Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra.

Bergþór Ólason er nýr þingmaður Miðflokks en flokkurinn hlaut 14,24% atkvæða í kjördæminu og tvo menn. Bergþóri líst vel á nýja starfið. „Ég veit frá fyrri störfum mínum, sem aðstoðarmaður ráðherra 2003–2006, að starf þingmannsins er fjölbreytt og erilsamt, ég mun því eiga erfitt með að kvarta yfir óreglulegum vinnutíma og álagi þegar þar að kemur. Það er gott til þess að hugsa að næstu ár fari í að gera landi og þjóð sem mest gagn.“

Varstu ánægður með úrslit kosninganna?

„Já, við hjá Miðflokknum getum ekki verið annað en ánægð. Þetta stjórnmálaafl varð til á nokkrum vikum, í aðdraganda kosninganna og að ná sjö þingmönnum og hæsta atkvæðahlutfalli sem nýtt framboð hefur nokkurn tímann náð er auðvitað mjög ánægjulegt. Í Norðvesturkjördæmi tókst okkur að tryggja tvo þingmenn af þeim átta sem kjördæmið á. Það var framar vonum.“

Hefurðu gengið með þingmanninn í maganum í langan tíma?

„Ekki síðustu árin, ég var að stórum hluta kominn á hliðarlínuna hvað pólitísk störf varðar, en því er ekki að neita að þegar ég var yngri var hugurinn við pólitíkina. Undanfarin ár hef ég einbeitt mér að rekstri þess fyrirtækis sem ég fór fyrir.“

Hvernig líst fjölskyldunni á starfið?

„Ágætlega, ætla ég að vona. Ég á reyndar enn eftir að útskýra hvernig þetta allt saman fór úr því að vera „það eru sáralitlar líkur á að ég komist inn“ yfir í að fá tvo menn kjörna í kjördæminu.“

Vaknaði sem þingmaður

Sigurður Páll var áður varaþingmaður Framsóknarflokks en er nú þingmaður Miðflokks.

„Ég hef verið varaþingmaður síðustu tvö kjörtímabil og það er hið besta mál að breyta til. Þetta er búið að vera ágætis starfskynning,“ segir Sigurður Páll Jónsson, nýr þingmaður Miðflokks í Norðvesturkjördæmi, en Sigurður Páll var áður varaþingmaður Framsóknarflokks í sama kjördæmi. Sigurður segist ánægður með úrslit kosninganna. „Það er ekki hægt að vera annað, þetta er flott hjá svona splunkunýjum flokki. Ég datt inn á síðustu metrunum sem var verulega sætt að vakna við.“

 

 

Indælt starfsfólk Alþingis

Halla Signý býr í Bolungarvík og býst við að gera það áfram.

Halla Signý Kristjánsdóttir er nýr þingmaður Framsóknarflokks. Halla Signý býr í Bolungarvík og hefur lengi starfað í pólitísku starfi og segist alltaf hafa haft áhuga á samfélagsmálum.

Hvernig líst þér á nýja starfið?

„Það leggst vel í mig á þessum fyrstu metrum. Ég er búin að hitta marga þingmenn og líst vel á hópinn og starfsfólk Alþingis er mjög indælt.“

Varstu ánægð með úrslit kosninganna?

„Já, fyrir okkur Framsóknarmenn voru þessi úrslit mjög góð. Hér í Norðvesturkjördæmi erum við með næstbestu kosningu eða 18,42% og tvo menn svo við erum mjög sátt. Enda var þetta samheldinn og góður hópur sem vann að þessu.“

Hvernig líst fjölskyldunni á nýja starfið?

„Hún stendur alveg við bakið á mér, ég er gift og á fjögur börn, sem öll eru uppkominn, yngsta er 22 ára, þannig að þau hafa þegar tekið flugið úr hreiðrinu og hafa stutt mig og hvatt í þessari baráttu. Eiginmaðurinn er mín hægri hönd í þessu sem og öðrum verkefnum sem ég tek mér fyrir hendur.“

Ætlarðu að flytja á höfuðborgarsvæðið?

„Nei, ég lít svo á nú sé bara aðeins lengra í vinnuna. Eiginmaðurinn er í starfi hér á Ísafirði svo ég verð bara tímabundið í borginni þegar ég þarf að sinna þingstörfum og kem heim á milli auk þess sem kjördæmið er víðfeðmt og er það stefna mín að fara reglulega um það.“

Birtist fyrst í Akureyri vikublað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Ozzy er dáinn – en trendar hann?

Nína Richter skrifar: Ozzy er dáinn – en trendar hann?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Samfylkingin og Viðreisn á flugi í nýrri skoðanakönnun – málþófsminnihlutanum refsað

Orðið á götunni: Samfylkingin og Viðreisn á flugi í nýrri skoðanakönnun – málþófsminnihlutanum refsað
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Gnarr tjáir sig um besta vininn – „Vekur gjarnan aðdáun og áhuga hjá fólki“

Jón Gnarr tjáir sig um besta vininn – „Vekur gjarnan aðdáun og áhuga hjá fólki“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur vill vísa árásármanni Eyþórs úr landi – „Þessi framkoma gagnvart okkar friðsæla samfélagi er til skammar“

Vilhjálmur vill vísa árásármanni Eyþórs úr landi – „Þessi framkoma gagnvart okkar friðsæla samfélagi er til skammar“