fbpx
Laugardagur 20.september 2025
Eyjan

May felldi tár þegar hún sá hvert stefndi

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 13. júlí 2017 13:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Theresa May forsætisráðherra Bretlands. Mynd/EPA

Theresa May forsætisráðherra felldi tár þegar hún sá hvert stefndi í bresku þingkosningunum í sumar þar sem Íhaldsflokkurinn missti meirihluta sinn á þingi. Í viðtali við BBC í morgun sagði May að það hefði tekið hana nokkrar mínútur að átta sig á hvað væri að gerast. Aðspurð hvort hún hefði grátið sagði May:

Já, lítið tár, á þeirri stundu.

Fram að útgönguspánum hafði henni verið sagt að Íhaldsflokkurinn væri með tryggan meirihluta og því komu niðurstöðurnar mjög á óvart:

Þegar ég heyrði um útgönguspána. Til að segja eins og er, þá horfi ég aldrei á útgönguspárnar sjálf – það er bara hjátrú. Maðurinn minn horfði á útgönguspána og kom til mín og sagði mér. Ég var í áfalli yfir niðurstöðunum. Það tók smá stund að átta sig á hvað hefði gerst. Hann faðmaði mig, svo hringdi ég í höfuðstöðvar flokksins til að komast að hvað hefði farið úrskeiðis.

Bresku blöðin Independent og Mirror hafa eftir sjónarvottum að dauðaþögn hafi ríkt í höfuðstöðvum Íhaldsflokksins þegar May hafi mætt á staðinn um kvöldið. Mun einn starfsmaður flokksins hafa ælt þegar hann sá niðurstöðurnar. Kosningabarátta Íhaldsflokksins hefur verið harðlega gagnrýnd, en þegar May boðaði til kosninganna í apríl þá var útlit fyrir að hún myndi styrkja stöðu sína, en þess í stað þurfti Íhaldsflokkurinn að leita á náðir DUP-flokksins til að verja ríkisstjórn May falli. Í viðtalinu við May í morgun sagði hún að hún tæki fulla ábyrgð á niðurstöðunni, sem stafaði af röngum skilaboðum sem flokkurinn hefði sent frá sér í kosningabaráttunni:

Þegar niðurstöðurnar lágu fyrir voru margir í flokknum mjög hissa og í áfalli. Við sáum þetta ekki fyrir og ég held að það sama gildi um Verkamannaflokkinn,

sagði May. Aðspurð um hvort hún sjái eftir að hafa boðað til kosninganna þremur árum á undan áætlun, sagðist May vera ánægð með að hafa bætt fylgi flokksins, þó svo að hafa tapað þingsætum:

Ef þú rýnir í niðurstöðurnar þá náðum við þingsætum sem Íhaldsflokkurinn hefur aldrei náð áður, til dæmis Mansfield.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Lilju berst stuðningur úr óvæntri átt – hefnd og sögulegar sættir?

Orðið á götunni: Lilju berst stuðningur úr óvæntri átt – hefnd og sögulegar sættir?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Andri Sævar og Svava ráðin til Daga hf.

Andri Sævar og Svava ráðin til Daga hf.
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún Hafsteinsdóttir veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga – seldi hún sannfæringuna fyrir völd?

Orðið á götunni: Guðrún Hafsteinsdóttir veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga – seldi hún sannfæringuna fyrir völd?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framkvæmdastjóri N1: Finnum fyrir velvilja úti á landi – meiri andstaða í höfuðborginni

Framkvæmdastjóri N1: Finnum fyrir velvilja úti á landi – meiri andstaða í höfuðborginni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi