fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Eyjan

Harðar deilur um súlu múslima í Skógarhlíð: „Þá hlýtur þú að vera andsetinn“

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 13. júlí 2017 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margrét Friðriksdóttir, Salmann Tamimi og Þórarinn Þórarinsson. Samsett mynd/DV

„Hvernig líst íbúum Hlíðanna á að fá þennan söng til sín 5 sinnum á dag? Söng sem byrjar kl. 5 á morgnanna. En nú er víst búið að samþykkja af meirihluta borgarstjórnar stækkun á byggingu fyrir stórmosku í Eskihlíðinni og turninn einnig samþykktur, en í gegnum turninn verður þessu ávarpað yfir hálfa Reykjavík.“

Að þessu spyr Margrét Friðriksdóttir frumkvöðlafræðingur og einn stjórnanda Stjórnmálaspjallsins á Facebook, í kjölfarið sköpuðust harðar umræður um hávaða í kirkjuklukkum, yfirvöld í Reykjavík og hvað Jesú frá Nasaret gæti haft að segja um málið. Margrét vísar til leyfi sem borgaryfirvöld gáfu Stofnun múslima á Íslandi um að reisa súlu við húsnæði sitt í Skógarhlíð ásamt leyfi til að hýsa gistiþjónustu.

Redouane Adam Anbari trúnaðarmaður hjá Stofnun múslima í Skógarhlíð segir í samtali við Eyjuna að það sé óvíst hvenær eða hvort súlan rísi í Skógarhlíð, hún eigi að vera um 7 metra há og þvertekur hann fyrir að einhver búnaður verði settur á súluna:

Þetta á bara að vera skraut, með fallegum mósaíkmyndum. Eitthvað fallegt sem túristar og aðrir geta tekið myndir af.  Við vitum alveg að við erum á Íslandi og hér eru aðrar reglur, við erum ekki að fara að vera með bænaköll eða setja hátalara eða ljós á súluna. Súlan á bara að vera falleg, en miðað við síðasta fund með arkitektinum þá er ég ekki viss hvort eða hvenær hún rís.

Hávær orðrómur hefur verið meðal þeirra sem eru mótfallnir byggingu mosku í Reykjavík um að múslimar ætli að hefja bænaköll snemma á morgnanna, erfiðlega hefur gengið að kveða slíkan orðróm niður þrátt fyrir ítrekaðan fréttaflutning. Vill Adam taka af allan vafa um að það verði ekki bænaköll, hvorki að morgni né að degi til:

Við þjónum bara innandyra, við erum ekki með nein bænaköll og það stendur ekki til að vera með bænaköll. Tímasetningar bæna breytast með árstíðunum, nú í sumar er fyrsta bæn klukkan níu á morgnanna og síðasta er klukkan átta á kvöldin. Við köllum ekki á fólk í bænir og við erum ekki að fara að gera það klukkan fimm á morgnanna.

Andsetinn mússi í felum

Þórarinn Þórarinsson, áður blaðamaður á Fréttablaðinu og ritstjóri Mannlífs, spurði Margréti hvort bænakallið væri eitthvað verra en „kirkjuklukkuglamrið“ fyrir hádegi á sunnudögum:

Þetta sker ekki jafn illa í þunn eyru og kirkjuglamrið. Og ég hef nú búið í návígi við aðeins of margar kirkjur í gegnum tíðina.

Margrét spurði á móti hvort Þórarinn væri andsetinn:

Ok. Þá hlýtur þú að vera andsetinn eða eitthvað álíka fyrst saklausar kirkjuklukkur gera þér svona mikið mein, er ekki næst að setja konuna í búrku?

Sagði Þórarinn að hávaðamengunin væri meiri af kirkjuklukkum en „spangóli íslamistana“, hann væri „hundheiðinn“ og fyndist þetta „kósý“. Margrét sagði að ef svo væri þá hlyti Þórarinn að vera laumu-múslimi:

Þá ertu mússi í felum Þórarinn, farðu nú að koma útúr skápnum, þetta gengur ekki lengur.

„Er kannski kominn tími á að fara í kirkju?“

Veltu margir upp þeirri spurningu hvort borgaryfirvöld myndu taka pólitíska ábyrgð ef stunduð yrðu bænaköll en lítil hrifning var af fyrirhugaðri ljósasúlu. Varðandi rétt fólks til að iðka trú sína í samræmi við eigin sannfæringu segir Margrét að í stjórnarskránni segir að ekkert megi fremja sem sé gagnstætt góðu siðferði eða allsherjarreglu. Það eigi við um múslima þar sem Salmann Tamimi, hjá Félagi múslima, hafi sagt í viðtali að þjófur eigi að missa höndina fyrir þjófnað:

Svona afstaða manns sem vill láta byggja mosku á Íslandi, setur spurninguna við hvort stangist á við gott siðferði og allsherjarreglu.

Í kjölfarið á því spurði Þórarinn:

„Faðir, fyrirgef þeim, því vita ekki hvað þeir gjöra“ (Lk 23.34). Ef þið væruð ekki upp til hópa illa upplýstir fasistar þá mætti hugsanlega hlæja að þessu. En þið ættuð að prufa að horfa inn í biksvört og hatursfull hjörtu ykkar og spyrja ykkur í leiðinni að því hvort þið séuð nokkuð sérstaklega höll undir boðskap Jesúa frá Nazareth? Hann dó að vísu á krossinum fyrir rétt ykkar til þess að vera illa innrætt og hatursfullt fólk en mig rennir í grun að það hafi ekki verið planið hjá þeim himnafeðgum. Er kannski kominn tími á að fara í kirkju og praktísera það sem Jesúsa predikaði?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni