fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Eyjan

Sveit sem fór undir vatn

Egill Helgason
Fimmtudaginn 1. júní 2017 23:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessi ljósmynd er tekin í kvöld í Stíflu í Fljótum. Þar rann Stífluá sem ákveðið var að virkja á árunum í kringum stríð, aðallega til að sjá síldariðnaðinum á Siglufirði fyrir rafmagn. Þar störfuðu þá stórar verksmiðjur og mikil uppgrip.

Á þeirra tíma mælikvarða var þetta nokkuð stór virkjun og afleiðing hennar var að stór hluti dalsins fór undir vatn. Í efni frá Héraðsskjalasafni Skagfirðinga segir að fjórar jarðir hafi eyðst alveg og sex í viðbót orðið óbyggilegar. Af þessu hlutust sárindi og enn er talað um að fagurri sveit hafi verið drekkt, eins og síðar stóð til að gera í Laxárdal.

Virkjunin sem þarna stendur og framleiðir enn rafmagn nefnist Skeiðfossvirkjun og náði rafmagn frá henni til Siglufjarðar 1945. Þess má geta að þarna í dalnum eru mikil snjóþyngsli og hefur þar mælst mesta snjódýpt á Íslandi, 279 sentímetrar 19. mars 1995.

Rithöfundurinn Guðrún frá Lundi fæddist að Lundi í Stíflu, ólst þar upp til ellefu ára aldurs og kenndi sig við bæinn.

 

Stífluvatn sem er uppistöðulón.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna