fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
Eyjan

Trump boðar alla öldungadeildarþingmenn á sinn fund vegna Norður-Kóreu

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 25. apríl 2017 09:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump Bandaríkjaforseti.

Á morgun, miðvikudag, munu allir 100 öldungadeildarþingmenn Bandaríkjanna fara á fund Donald Trumps forseta í Hvíta húsinu. Ástæðan fyrir þessu óvenjulega fundarboði er ástandið á Kóreuskaganum og munu helstu forsvarsmenn stjórnar Trumps fræða öldungadeildarþingmennina um nýjustu atburði og fyrirhugaðar aðgerðir gegn Kim Jong-un og stjórn hans.

Þeir sem taka á móti hópnum eru utanríkisráðherrann Rex Tillerson, varnarmálaráðherrann Jim Mattis, yfirmaður þjóðaröryggisráðsins Dan Coats og yfirmaður hersins, Joseph Dunford hershöfðingi. Þessi greindi Sean Spicer, blaðamannafulltrúi Trump frá á mánudag. Reuters greinir frá.

Upphaflega stóð til að fundurinn yrði haldinn í þinghúsinu en hann var færður í Hvíta húsið að undirlagi Trump forseta. Það þykir sæta tíðindum að allir öldungadeildarþingmenn séu boðaðir á slíkan fund en þetta þykir renna stoðum undir þá orðróma að fyrirhugað séu aðgerðir til að stemma stigu við uppgangi Norður-Kóreu. Auk þess vilji Bandaríkjamenn senda skilaboð til Pyongyang að óbreytt ástand sé ekki lengur ásættanlegt.

Kjarnavopna og eldflaugatilraunir Norður-Kóreu hafa valdið miklum titringi víða um heim og hefur ástandið í þessum heimshluta ekki verið jafn eldfimt lengi. Trump hringdi í leiðtoga Kína og Japan um helgina og sagði fulltrúum í öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna að eitthvað yrði að gera og ekki væri lengur stætt á því að leyfa Kim Jong-un að vaða uppi.

Fundurinn mun hefjast klukkan sjö annað kvöld að íslenskum tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Er Bergþór Ólason orðinn helsti siðgæðisvörður Alþingis?

Orðið á götunni: Er Bergþór Ólason orðinn helsti siðgæðisvörður Alþingis?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Eins milljarðs gjaldþrot Frostfisks ehf. – Rúmar 440 milljónir fengust upp í kröfur

Eins milljarðs gjaldþrot Frostfisks ehf. – Rúmar 440 milljónir fengust upp í kröfur
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Aumkunarverð framganga stjórnarandstöðunnar – málþóf, tafaleikir og bjánataktar – samtök sægreifa með útsendara í þinghúsinu

Orðið á götunni: Aumkunarverð framganga stjórnarandstöðunnar – málþóf, tafaleikir og bjánataktar – samtök sægreifa með útsendara í þinghúsinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Stjórnarandstaða með pólitískt sjálfsofnæmi

Sigmundur Ernir skrifar: Stjórnarandstaða með pólitískt sjálfsofnæmi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku
Lögregla rúin trausti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Að vanvirða líf þar til það þagnar

Steinunn Ólína skrifar: Að vanvirða líf þar til það þagnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þurfti að stilla til friðar eftir háðsglósur á Alþingi þar sem þingmaður móðgaðist og meirihlutinn flissaði – „Bíddu, hvar hefurðu verið?“

Þurfti að stilla til friðar eftir háðsglósur á Alþingi þar sem þingmaður móðgaðist og meirihlutinn flissaði – „Bíddu, hvar hefurðu verið?“