fbpx
Föstudagur 16.maí 2025
Eyjan

Forsetakosningar í Frakklandi: Le Pen og Macron eru sigurvegarar fyrstu umferðar

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 23. apríl 2017 18:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Emmanuel Macron og Marine Le Pen virðast hafa sigrað í fyrstu umferð frönsku forsetakosninganna.

Fyrstu útgönguspár í forsetakosningunum í Frakklandi í dag benda til að Marine Le Pen og Emannuel Macron hafi hlotið flest atkvæði kjósenda. Le Pen er fulltrúi hægri þjóðernissinna en Macron er frambjóðandi miðjuaflanna.

Kantar Sofres-fyrirtækið hefur gert útgönguspá fyrir TF1-fjölmiðalfyrirtækið. Þar eru bæði með 23 prósent atkvæða. Vinstrimaðurinn Jean Luc Mélenchon og íhaldsmaðurinn Francois Fillon fá 19 prósent. Sósíalistinn Benoit Hamon er svo í fimmta sæti.

Ipsos metur það einnig svo að Macron og Le Pen fari áfram. Hún hafið hlotið 21,7 prósent en hann 23,7 prósent.

Aftenposten í Noregi skrifar að þessi úrslit séu hamfarir í sögu franskra stjórnmála, því í fyrsta sinn í sögunni eftir seinni heimsstyrjöld eru fulltrúar hefðbundnu stóru hreyfinganna í frönskum stjórnmálum, sósíaldemókrata og íhaldsmanna, slegnir út strax í fyrstu umferð forsetakosninga.

Frambjóðendur sem ekki ná í seinni umferð kosninganna eru þegar byrjaðir að setja sig í stellingar, hvetur Benoit Hamon stuðningsmenn sína að kjósa Macron í seinni umferðinni til að koma í veg fyrir að Le Pen verði kjörin forseti. Samkvæmt BBC gerði Fillon hið sama þegar hann játaði sig sigraðan.

Seinni umferð forsetakosninganna fer fram eftir tvær vikur, þann 7. maí. Þá verður ljóst hver verður næsti forseti Frakklands.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Heimóttarskapur er erfiður andstæðingur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Heimóttarskapur er erfiður andstæðingur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Furðar sig á pólitísku leikriti – „Þegar ráðherra var á leiðinni ákvað stjórnarandstaðan að taka sig af mælendaskrá og láta sig hverfa úr húsi“

Furðar sig á pólitísku leikriti – „Þegar ráðherra var á leiðinni ákvað stjórnarandstaðan að taka sig af mælendaskrá og láta sig hverfa úr húsi“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingmaður Sjálfstæðisflokks skammar ráðherra fyrir málskostnað sem hennar eigin ríkisstjórn stofnaði til

Þingmaður Sjálfstæðisflokks skammar ráðherra fyrir málskostnað sem hennar eigin ríkisstjórn stofnaði til
Eyjan
Fyrir 1 viku

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu