fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Eyjan

Veldur stóriðjurekstur á Grundartanga hærri tíðni beinkrabbameins á Akranesi?

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 31. mars 2017 08:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stóriðjusvæðið á Grundartanga í Hvalfirði.

Fregnir af því að vísindamenn telji sig sjá hærri tíðni mergæxlna meðal íbúa Akraness en íbúa á öðrum stöðum hér á landi hafa vakið athygli og jafnvel ugg.

Mergæxli er krabbamein í beinmerg.

„Það er tilfinning okkar, og við höfum tekið eftir því á blóðsjúkdómadeild Landspítalans, að það er meira af mergæxlum hjá Skagamönnum heldur en öðrum,“ sagði Sigurður Yngvi Kristinsson prófessor í blóðsjúkdómum í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins í síðustu viku. Hann sagði að fleiri Skagamenn hefðu greinst með þetta krabbamein undanfarið, – þetta væri sjúkdómur sem Akurnesingar könnuðust við.

Nú fer fram rannsókn á vegum Háskóla Íslands undir stjórn Sigurðar þar skimað er í blóðsýnum fyrir þessum krabbameinssjúkdóm hjá Íslendingum eldri en fertugt.

„Það sem við þá getum gert með þessari rannsókn er að greina hvers vegna það er. Ef við náum að staðfesta það með þessari skimun, að forstig mergæxlis og mergæxli séu algengara á Akranesi en annars staðar þá getum við grafið enn frekar ofan í það hvers vegna það er,“

sagði Sigurður við Ríkisútvarpið og spurði síðan:

„Tengist það kannski stóriðjunni eins og álveri eða sementsverksmiðju, eða er eitthvað allt annað í gangi þar sem mögulega skýrir þetta?“

Samtökin „Umhverfisvaktin við Hvalfjörð“ hafa lengi gagnrýnt rekstur iðjuvera á Grundartanga. Þau birtu eftirfarandi texta á Facebook-síðu sinni eftir að fregnir bárust af hærri tíðni mergæxla meðal íbúa Akraness:

Myndin sýnir eina af efstu upptökum Berjadalsár í Akrafjalli, austarlega í fjallinu í örfárra kílómetra fjarlægð frá stóriðjusvæðinu á Grundartanga. Vatnið sem safnast í ána er notað sem neysluvatn fyrir Akurnesinga.

„Neysluvatn Akurnesinga er að mestu leyti yfirborðsvatn af Akrafjalli. Umhverfisvaktin við Hvalfjörð hefur ítrekað bent á lélega vöktun á neysluvatninu. Tekin eru sýni að vorlagi, eftir að snjóa hefur leyst og þar með verða ekki til upplýsingar um eiturefni sem berast út í yfirborðsvatnið á leysingatímum. Þessa vöktun þarf að laga ekki seinna en strax.“

 

„Umhverfisvaktin við Hvalfjörð“ samþykkti á aðalfundi sínum sem haldinn var á Akranesi í febrúar, fjölda ályktana sem snúa að umhverfismálum. Þær eru birtar á heimasíðu samtakanna. Þar segir meðal annars um vöktun á mengun:

„Iðjuverin á Grundartanga bera ábyrgð á umhverfisvöktun vegna eigin mengunar samkvæmt starfsleyfi sem Umhverfisstofnun gefur út og ber ábyrgð á. Allt vöktunarferlið er á forræði iðjuveranna sem stöðugt senda eiturefni út í andrúmsloftið. Umhverfisvaktin við Hvalfjörð álítur að Umhverfisstofnun vinni gegn eigin markmiðum með því að veita starfsleyfi sem inniheldur framsal svo mikilvægs verkefnis, jafnvel þó að dæmi um slíkt megi finna í öðrum löndum.“

Birtist í héraðsfréttablaðinu Vesturlandi. Það má skoða hér fyrir neðan:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 1 viku

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið