fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Eyjan

Finnur hafnar „dylgjum“ Vilhjálms: Ég á ekki Dekhill Advisors

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 31. mars 2017 15:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Finnur Ingólfsson.

Finnur Ingólfsson fyrrverandi ráðherra og forstjóri VÍS, hafnar því alfarið að vera eigandi Dekhill Advisors. Um er að ræða dularfullt aflandsfélag sem kemur fyrir í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um aðkomu Hauck & Aufhäuser að sölu Búnaðarbankans. Í fléttunni enduðu 46,5 milljón Bandaríkjadalir, um 2,9 milljarðar þá, 4 milljarðar króna í dag, í félaginu Dekhill Advisors en rannsóknarnefndin gat ekki rakið féið lengra.

Vilhjálmur Bjarnason.

Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins vitnaði í frétt RÚV á Fésbókarsíðu sinni í gær þar sem einu upplýsingarnar um Dekhill Advisors er skráning um stofnsetningu á Bresku Jómfrúreyjum 25. júlí 2005 með númerinu 668854:

Hvaða kynþokkafulli maður á afmæli 8. ágúst og er fæddur 1954?,

spurði Vilhjálmur en það er einmitt afmælisdagur Finns Ingólfssonar. Í kjölfar fréttaflutnings Vísis af færslu Vilhjálms sendi Finnur frá sér eftirfarandi yfirlýsingu:

Í tilefni af Facebókarfærslu Vilhjálms Bjarnasonar alþingismanns, og fréttar sem birt er vegna hennar á www.visir.is vil ég taka eftirfarandi fram: Hvorki ég eða nokkur sem mér tengist er eigandi að félaginu Dekhill Advisors líkt og Vilhjálmur dylgjar að og slegið er upp í frétt á www.visir.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Raunverulegur tilgangur málþófsins – andspyrnuhópur vill skipta um formann

Orðið á götunni: Raunverulegur tilgangur málþófsins – andspyrnuhópur vill skipta um formann
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?