Guðni Jóhannesson forseti Íslands átti fyrr í dag fund með Vladimir Pútín forseta Rússland í Arkhangelsk-borg í Norðvestur Rússlandi.
Forsetarnir eru nú staddir í Arkhangelsk þar sem þeir taka þátt í Forum Arctica-ráðstefnunni sem Rússar halda um málefni Norðurslóða. Þar eru staddir fulltrúar fjölda þjóða; stjórnmálamenn, vísindamenn, embættismenn og fleiri.
Forsetar Íslands og Rússlands voru þátttakendur í pallborði þar sem rædd voru málefni fólks á Norðurslóðum. Eftir það hittust þeir tveir á fundi þar sem Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands var meðal þátttakenda.
Meðal gesta er Ólafur Ragnar Grímsson fyrrum forseti Íslands.
Myndirnar sem hér fylgja voru teknar af TASS-fréttastofu Rússa: