fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Eyjan

Davíð um blekkingu Ólafs: „Það er þá komið á hreint“

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 30. mars 2017 10:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er merkilegt að ráðist skyldi í að vefa svo flókinn vef blekkinga ef hann skipti engu máli. Blekkingin, sem engu máli skipti, var svo viðkvæmt mál að aðrir fjárfestar í S-hópnum máttu, eins og fram kemur í skýrslunni, ekkert af henni vita,“ segir í leiðara Morgunblaðsins í dag. Þar heldur Davíð Oddsson ritstjóri iðulega á penna.

Í leiðaranum rekur Davíð, sem rannsóknarnefndin sagði í gær að ekkert benti til að hafi vitað af fléttunni, í stuttu máli fléttuna sem Ólafur Ólafsson og hans menn urðu berir að í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Vitnað er í orð Ólafs sem sagði í yfirlýsingu í gær að efni skýrslunnar snérust um atriði sem „ekki skipta máli“.

Blekkingin, sem engu máli skipti, var svo viðkvæmt mál að aðrir fjárfestar í S-hópnum máttu, eins og fram kemur í skýrslunni, ekkert af henni vita. Þeir voru einnig dregnir á asnaeyrum eins og ríkisstjórnin og almenningur. Ólafur segir einnig að ríkið hafi ekki skaðast af blekkingarleiknum,

segir Davíð. Spyr hann jafnframt hvort aðrir hluthafar í Kaupþingi hafi skaðast. Þeir hafi ekki notið þess áhættuleysis sem Ólafur tryggði sér í blekkingunni.

Skýrsla rannsóknarnefndarinnar um söluna á Búnaðarbankanum virðist vel unnin og rækileg. Af þeim gögnum, sem hún hefur undir höndum og gerir grein fyrir, að ráða er ljóst að efasemdir um aðkomu þýska bankans áttu við rök að styðjast. Það er þá komið á hreint og myndi seint kallast ys og þys út af engu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 1 viku

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið