fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Eyjan

Ólafur Ólafsson sendir frá sér yfirlýsingu vegna skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 29. mars 2017 17:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Ólafsson kaupsýslumaður hefur gefið frá sér yfirlýsingu vegna skýrslu Rannsóknarnefndar Alþings á þátttöku þýska bankans Hauck & Aufhäuser í einkavæðingu Búnaðarbankans í ársbyrjun 2003.

Þar segir meðal annars að S-hópurinn svokallaði hafi verið með hæsta boðið í 45,8% hlut ríkisins í Búnaðarbankann og það hafi verið metið af HSBC bankanum sem veitti stjórnvöldum ráðgjöf um söluna. S-hópurinn hafi komið best úr því mati og fengi flest stig, óháð því hvort að erlendir aðilar tækju þátt í kaupunum eða ekki. Þetta segir Ólafur að sé í samræmi við bókum nafna síns Davíðssonar sem var formaður einkavæðingarnefndar á fundi hennar þann 28. ágúst 2002 þar sem kom fram að það væri ekki skilyrði að erlendir aðilar kæmu að kaupunum.

Ólafur segir það óábyrgt af stjórnanda rannsóknarinnar, Kjartani Bjarna Björgvinssyni, að halda því fram að þátttaka erlendra aðila hafi verið grundvallarforsenda fyrir sölu á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum.

Auk þess segir í yfirlýsingunni að S-hópurinn hafi að fullu greitt kaupverð samkvæmt kaupsamningi og staðið við öll skilyrði sem sett voru. Ríkið hafi ekki borið skertan hlut frá borði eins og það er orðað. Ríkið hafi gengið til samninga við hæstbjóðendur, fengið allan hlutinn greidda sem samkvæmt yfirlýsingunni var hærri en upphaflega verðið. Það hafi Kjartan staðfest á blaðamannafundinum í Iðnó í dag þegar skýrsla nefndarinnar var kynnt, að ríkið hafi ekki skaðast á viðskiptunum.

Ólafur segir að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser hafi verið lögmætur hluthafi í Eglu hf. Sem keypti 16,28% hlut í Búnaðarbankanum samkvæmt lögum og innt af hendi hlutafjárframlag sitt samkvæmt samningum.

Svokallaðir baksamningar eins og rannsóknarnefndin kallar þá hafi engin áhrif haft á niðurstöðu sölunnar samkvæmt yfirlýsingunni.

Hvorki ríkissjóður né almenningur voru verr settir vegna þessara samninga, sem rannsóknarnefndin kýs að kalla blekkingu.
Samningarnir, eins og þeim er lýst í skýrslunni, snúa að fjármögnun á hlut Hauck & Aufhäuser í þessum viðskiptum, áhættu og hvernig hagnaði, ef af yrði en ekkert lá fyrir um, væri skipt. Hagnaðurinn kom til vegna hækkunar á hlutabréfaverði á tveggja ára tímabili en ekki vegna meintra blekkinga.

Yfirlýsingunni lýkur með þessum orðum:

Til að koma í veg fyrir ágreining um eignasölu ríkisins í 15 ár eins og í þessu tilfelli skulu stjórnvöld standa þannig að málum, bæði gagnvart kaupendum og almenningi, að leikreglur séu fyrir fram ákveðnar og atriði, sem ekki skipta máli, verði ekki gerð að aðalatriðum máls síðar.
Að svo stöddu mun ég ekki tjá mig nánar um efni skýrslunnar fyrr en ég hef haft tækifæri til að kynna mér efni hennar og forsendur betur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Sundruð stjórnarandstaða – umboðslausir þingflokksformenn

Orðið á götunni: Sundruð stjórnarandstaða – umboðslausir þingflokksformenn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Þinglok

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Þinglok
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði: Óhamingjusamur málþófsmaður í prívat hagsmunagæslu

Svarthöfði: Óhamingjusamur málþófsmaður í prívat hagsmunagæslu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól