fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
Eyjan

Dani ákærður fyrir guðlast eftir að hafa kveikt í Kóraninum

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 23. febrúar 2017 18:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kóraninn er hin helga bók múslima. Nú reynir á hvort það sé guðlast samkvæmt dönskum lögum að brenna bókina til að lýsa vanþóknun á boðskap hennar.

Saksóknari í Danmörku hefur ákveðið að leggja fram ákæru um guðlast á hendur 42 ára gömlum Dana. Dönsk refsilöggjöf geymir ákvæði um bann við guðlasti. Síðast var lögð fram ákæra samkvæmt því árið 1971. Nú 46 árum síðar er því beitt á nýjan leik. Dagblaðið Jótlandspósturinn (Jyllands Posten) greindi frá þessu í gær.

Tilefnið mun vera það að danskur maður birti 27. desember 2015 myndband á Facebook af því þegar hann kveikti í Kóraninum, sem er eitt helsta helgirit múslima, og lét bókina brenna í garðinum á bak við hús sitt. Myndbandið var birt í opnum Facebook-hóp sem ber heitið „Já við frelsi – Nei við íslam.“ Í texta við myndbandið skrifaði hann:

Hugsið til nágrannans, það kemur fýla þegar hún brennur.

Embætti ríkissaksóknara í Danmörku þykir þetta gefa tilefni til að láta nú reyna á guðlastákvæði dönsku refsilöggjafarinnar:

Það er okkar mat að kringumstæður í þessu máli geri það það verkum að hér beri að leggja fram ákæru, svo að dómstólarnir fái tækifæri til að taka afstöðu til málsins,

segir Jan Reckendorff ríkislögmaður í fréttatilkynningu. Brot á guðlastákvæðinu í dönsku refsilöggjöfinni geta varðað allt fjögurra mánaða fangelsi. Danska ákæruvaldið fer hins vegar ekki fram á að Kóranbrennuvargurinn verði settur á bak við lás og slá en dæmdur í staðinn til greiðslu sektar verði hann fundinn sekur.

Frá því að síðast var dæmt eftir guðlastákvæðinu 1971 hefur nokkrum sinnum verið farið fram á málshöfðanir samkvæmt því en danska ákværuvaldið hefur ávallt vísað því á bug. Það gerðist meðal annars eftir að Jótlandspósturinn og fleiri fjölmiðlar birtu skopteikningar af Múhameð spámanni árið 2006. Þau mál ollu miklu uppnámi, óeirðum og blóðsúthellingum víða um heim.

Á Íslandi var guðlast bannað með lögum samkvæmt 125. grein almennra hegningarlaga og við því lágu sektir eða fangelsi allt að 3 mánuðum. Alþingi afnam þetta ákvæði árið 2015.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stóra málsháttamálið

Óttar Guðmundsson skrifar: Stóra málsháttamálið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Tómarúm fyllt

Þorsteinn Pálsson skrifar: Tómarúm fyllt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir