fbpx
Þriðjudagur 23.september 2025
Eyjan

Skotar gera stórátak í skógrækt

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 12. febrúar 2017 13:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í skoskum skógi.

Skotar ætla að stórefla skógrækt sína. Kynntar hafa verið fyrir skoska þinginu áætlanir um að stórauka flatarmál lands sem lagt verður undir ný skógræktarsvæði árlega.

Aukningin árlega verður úr 10.000 hekturum (100 ferkílómetrum) nú um stundir í 15.000 hektara (150 ferkílómetra) fyrir árið 2025.

Þetta skógræktarátak hjá Skotum þýðir að þeir herða róðurinn í gróðursetningum nýrra plantna og fara úr 22 milljónum plantna í 33 milljónir árlega. Þetta kemur fram í frétt á vef The Scottish Farmer.

Með þessu hyggjast Skotar stórefla timburiðnað sinn. Í dag starfa rúmlega 25.000 manns við skógrækt og timburvinnslu sem skilar yfir milljarði punda verðmætum á hverju ári. Skotar telja að skógræktin og timuriðnaðurinn skapi mikilvæg störf og verðmætasköpun fyrir hinar dreifðu byggðir landsins. Hún sé umhverfisvæn, ekki síst í tengslum við kolefnisbindingu í baráttu við gróðurhúsaáhrif. Skógarnir hamli einnig gegn flóðum og landeyðingu auk þess sem þeir auki fjölbreytni í útivistarmöguleikum fyrir fólk.

Nú er ársframleiðslan af skoskum trjávörum um 2.2 milljónir rúmmetrar en stefnt verður að því að hún nái þremur milljónum rúmmetra árið 2032.

Í dag eru undir 20 prósent af skosku landi klætt skógum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Nína Richter skrifar: Hvað gerði þessi kona með Drake?

Nína Richter skrifar: Hvað gerði þessi kona með Drake?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Hvernig tæki Kjartan fjármál föstum tökum? Glímuskjálfti einkennir minnihlutann í borginni

Orðið á götunni: Hvernig tæki Kjartan fjármál föstum tökum? Glímuskjálfti einkennir minnihlutann í borginni
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Menningarstríðið er völundarhús

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Menningarstríðið er völundarhús
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Áhrifarík þingræða Heiðu – „Sagðist hafa íhugað sjálfsvíg kvöldið áður“

Áhrifarík þingræða Heiðu – „Sagðist hafa íhugað sjálfsvíg kvöldið áður“