fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Eyjan

Ósætti í stjórnarflokkunum: Spyr hvort ráðherrann styðji stjórnarsáttmálann

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 10. febrúar 2017 12:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hanna Katrín Friðriksson, þingkona Viðreisnar.

Ósætti er komið upp í stjórnarflokkunum eftir að Sigríður Andersen dómsmálaráðherra lýsti yfir efasemdum um að kynbundinn launamunur sé til. Þingmaður Viðreisnar spyr hvort ráðherrann styðji stjórnarsáttmálann.

„Það er vitað að kynbundinn launamunur er raunverulegur. Það er hlutverk okkar þingmanna að gera það sem við getum að útrýma því óréttlæti. Þess vegna er ótækt að dómsmálaráðherra haldi því fram að kynbundinn launamunur sé ekki til, heldur sé ástæða launamunar að konur verji meiri tima með börnum sínum,“ segir Hanna Katrín Friðriksson á fésbókarsíðu sinni.

„Það er árið 2017 og konur og karlar eiga að fá borguð sömu laun fyrir sömu vinnu. Þetta er ekkert til að rífast um,“ segir hún.

Ummælin vekja nokkra athygli, enda nýtur stjórnarmeirihlutinn aðeins eins manns meirihluta á þingi.

Hrannar Björn Arnarson, fv. aðstoðarmaður forsætisráðherra, spyr Hönnu hvort ráðherrann sem sitji í hennar umboði njóti trausts?

Hanna Katrín svarar:

Í mínum huga er áhugaverðari spurning hvort hún styðji stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Að vera eða ekki vera umsóknarríki

Að vera eða ekki vera umsóknarríki
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu