fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Eyjan

Vinstri grænir stærsti stjórnmálaflokkurinn

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 9. febrúar 2017 13:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd: DV/Sigtryggur Ari

Vinstri grænir eru orðnir stærri en Sjálfstæðisflokkurinn samkvæmt nýrri könnun MMR. Fengi flokkurinn 27% fylgi ef kosið væri til Alþingis í dag, Sjálfstæðisflokkurinn mælist næst stærstur með 23,8% fylgi.

Stuðningur við ríkisstjórnina mældist 32,6%. Píratar mældust með 13,6% fylgi, Framsóknarflokkurinn mældist með 9,7%, Samfylkingin með 7,8%, Viðreisn með 5,6% og Björt framtíð með 5,3% fylgi.  Flokkur fólksins mældist með 3,6% en aðrir flokkar mældust undir 2%.

Vinstri grænir eru búnir að bæta við sig 3,8 prósentustigum frá könnunum í janúar, en Sjálfstæðisflokkurinn hefur minnkað um 0,8 prósentustig sem er innan vikmarka. Fylgi Pírata stendur í stað. Viðreisn tapar rúmu prósenti, Framsóknarflokkurinn missir rúm 3 prósentustig og Björt framtíð rúmt 1,5 prósentustig á milli kannanna. Samfylkingin er hins vegar búin að bæta við sig 0,8 prósentustigi, en það er innan vikmarka.

Könnunin var gerð dagana 1. til 5. febrúar 2017, spurðir voru 983 einstaklingar, 18 ára og eldri, valdir af handahófi úr Þjóðskrá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sakar ríkisstjórnina um hræðsluáróður í ESB-málinu

Sakar ríkisstjórnina um hræðsluáróður í ESB-málinu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“